OLÍU ÆÐI!

Ég hef verið svolítið týnd undanfarið yfir því hvað ég ætti að gera hér á blogginu. Það tekur langan tíma að gera förðunarpóstana og langar mig að setja oftar hér inn, ég veit bara ekki alveg hvað það ætti að vera.. 

EN í dag langaði mig að tala aðeins um olíur. Veturinn getur verið vondur og gott að nota eitthvað sem er sérstaklega rakagefandi. Ég veit að margir eru hræddir við að nota olíur, og þá kannski sérstaklega í andlitið á sér en prófiði bara!
Ég elska olíur, þær eru snilld og þessar hef ég verið að nota undanfarið.

IMG_1089Camomile Silky Cleansing Oil – The Body Shop
Þessa nota ég til að þrífa af farða. Olían er mjög létt og lyktar vel, hentar öllum húðgerðum en þó sérstaklega þeim sem eru örlítið þurrari í húðinni. Ber maður olíuna á þurrt andlit og nuddar, svo skolar maður af með vatni. Ég nota olíuna yfir allt andlitið og bræðir hún allan farða niður. Ég nota hana líka á augun en ég er alltaf með vatnsheldan maskara og dugar hún líka á hann. Ástæðan fyrir því að ég segi að ég noti hana til að þrífa af farða er jú, þetta er olía og persónulega finnst mér ég þurfa nota einhverskonar sápu eftir á til þess að hreinsa húðina, því olían getur skilið eftir örlita himnu (mér finnst líka alltaf betra að þrífa húðina 2x).
En þessi er algjört “must have” hjá mér, hún er líka snilld eftir djamm eða þegar maður bara nennir alls ekki að vesenast í þessu þar sem þetta er bara eitt einfalt skref en gerir svo mikið fyrir mann!
IMG_1079

Vitamin E Overnight Serum-in-Oil – The Body Shop

Serum-in-Oil – hvað er nú það? Jú, það er olía sem verður að serumi (eða sermi, hvað sem ykkur hentar). Serum ná lengra inní húðina og veita því dýpri raka en venjuegt krem myndi gera, hægt er að nota serum með hvaða kremi sem er. Olíur veita síðan mikinn og góðan raka. Olían er borin á andlit og háls sem síðasta skref kvöldrútíunnar, hún gefur raka í allt að 8 klst. og húðin er eins og ný morguninn eftir. Þegar olín er borin á húðina er hún frekar fljótandi, svona eins og olíur eru, en þegar maður nuddar henni inn er eins og hún hverfi (verður að serumi). Hún fer fljótt inní húðina og skilur ekki eftir sig himnu – æði! Ég nota olíuna nánast öll kvöld og finn mikinn mun þegar ég sleppi henni. Húðin er líflegri og mýrki á morgnanna og virðist hraustari (ljómandi). IMG_1073Supple Skin Oil with Almond Oil – L’Occitane

Svo er það þessi elska, mönduolían frá L’Occitane sem ég held að allir þekki. Þessi notast eins og body lotion, borin á húðina eftir bað eða sturtu. Hún fer fljótt inní húðina sem er algjör snilld, því þá getur maður hoppað beint í gallabuxurnar! Hún skilur eftir sig silkimjúka og ljómandi húð. Lyktin situr svolítið eftir, en er alls ekki yfirgnæfandi og truflar ekki ilmvötn. Eina er að ég fékk þessa í jólagjöf og strax er farinn slatti af henni, en kannski þarf maður ekki baða sig í henni svona eins og ég hef verið að gera. En þetta er algjör dekurvara sem mér persónulega finnst að allir verða að eiga.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s