HREFNA SKRIFAR – WW#6

10989144_10152663971027966_2773184670414237017_nwww.instagram.com/hrefnam
Fyrir rúmum 9 mánuðum síðan tók ég mjög stóra og líklega mest spontant ákvörðun lífs míns þegar ég fékk staðfesta skólagöngu í kaupmannahöfn. Ég var búin að borga skólagjöldin í HÍ og ákveðin í að vera bara heima hjá mömmu og pabba og hafa það gott en tók svo ákvörðun um að láta vaða og flytja út. Ég bað um endurgreiðslu á skólagjöldunum frá HÍ, sagði upp vinnunni og tvemur vikum seinna var ég flutt út.
IMG_7046  IMG_7043
Ég er svo heppin að vera ættuð frá Danmörku og á því heilu hjörðina af ættingjum sem búa þar en ég þekki flest þeirra lítið sem ekkert. En afi minn var svo æðislegur að koma mér í samband við Inge & Bo sem áttu einmitt laust herbergi fyrir mig sem þau voru að gera upp. Ég mætti í dyragættina með aleiguna í tvemur ferðatöskum og hjólið mitt í bútum frekar stressuð með þetta allt saman.
9 mánuðum síðar er ég flutt í litla 20 fermetra kollegi íbúð, ég kann á þvottavél, ég kann að tengja sjónvarp, mála, þrífa og merkilegast af öllu er að ég er orðin frekar myndarleg í eldhúsinu. Skólinn minn er algjört æði, góðir prófessorar, æðislegir “krakkar” og félagslífið er mjög fjölbreytt, alltaf mikið stuð.
 IMG_7040 IMG_7041IMG_7048IMG_7050

Þrátt fyrir það að ég sé ekki 100% á því að þetta nám sé fyrir mig (ég get verið dálítið óákveðin) þá er þetta klárlega besta ákvörðun sem ég hef tekið! Ég hef lært svo ótrúlega mikið á þessum stutta tíma. Á þessum mánuðum hef ég líka ferðast heilmikið því það æðislega er að þegar maður er komin af litlu eyjunni okkar Íslandi þá er miklu ódýrara að ferðast!
Ég byrjaði á því að skella mér með skólanum til Frakklands í skíðaferð
IMG_7056  vscocam-photo-1
Svo var ég svo ótrúlega heppin að fá tækifæri til þess að vinna verkefni í samvinnu við SAP í dubai með “study hópnum mínum”. 

IMG_7055 IMG_7042 IMG_7059IMG_7053

Og í lok mars skellti ég mér í skvísuferð til Berlínar með Inge og “bónus systur minni” Idu
IMG_7052   vscocam-photo-2
Þá get ég ímyndað mér að margir hugsi; “Vaxa peningar á trjám þarna í köben?” – nei það er ekki alveg svo gott en, ef þú færð vinnu og vinnur í minnsta lagi 11 tíma á viku þá færð þú SU sem er styrkur frá danska ríkinu og er í kringum 100.000 kr íslenskar. með launum, Su og að borga fáránlega litla leigu á eldgömlu kollegi getur maður ferðast eins og maður vill og jafnvel sparað smá pening til hliðar.

IMG_7044  IMG_7049

DANMÖRK ER SNILLD OG ÉG HVET ALLA SEM ERU AÐ HUGSA SÉR AÐ FLYTJA ÚT OG NÆLA SÉR Í SMÁ ÆVINTÝRI AÐ SKELLA SÉR SEM FYRST !
PS. LÍKA ÓTRÚLEGA HENTUGT AÐ FÁ HEIMÞRÁ Í DANMÖRKU ÞVÍ ÞAÐ ER SVO STUTT AÐ FARA HEIM Í HEIMSÓKN…. EÐA BARA LABBA ÚT Í IRMA OG FÁ SÉR NÓAKROPP!
Takk fyrir mig, sjáumst! 
SO this post was written by my good friend Hrefna. She is studying abroad, Copenhagen, and encourages you all to go and live your life wherever it is! I’m hoping to go visit her this summer and can’t wait to get some of that delicious food she keeps making. You should all go follow her Instagram account > HERE .
Hope you have a glorious day!
xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s