HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; JÚLÍA HREFNA

JÆja þá er komið að nýjum lið hér á blogginu. Verð að viðurkenna að hugmyndin er ekki mín, heldur fékk Stefanía, my bff, þessa snilldar hugmynd og varð ég að setja hana í framkvæmd.  Hugmyndin er sú að birta svona færslur af og til þar sem við fáum að kíkja í snyrtibuddur/veski hjá fólki út um allan bæ og fá þau til að segja okkur aðeins frá vörunum.
Vonandi eruð þið jafn spennt og ég!
Fyrsti gesturinn er Júlía Hrefna ::
IMG_7308Júlía er 22 ára úr Vesturbænum, hún vinnur sem verslunarstjóri í skóversluninni MONO á Laugavegi. Hún hefur mikinn áhuga á förðun og tísku og finnst fátt skemmtilegra en að mæla með vörum sem hún fílar. Hún fær mestan innblástur af tískusýningum, hægt að sjá meira um það hér www.juliabjarna.tumblr.com. 
Hérna er brot af því sem komið er til að vera í snyrtitöskunni hennar.
grunnur//BASE ::IMG_7250
mér finnst húðin lang mikilvægust, ef hún er ekki lagi þá er allt annað í ólagi, mér finnst oftast fara mér best að vera með nokkuð mikla þekju en samt þannig að húðin ljómi, það er soldið slungið að finna vöru sem hentar þinni húðtýpu, einmitt ef maður er eins og ég með “combination-oily” húð.  Besta rakakrem eða rakagjafi sem ég hef verið að nota undafarið er Argan olía, en mikilvægt að hún sé án allra aukaefna og fyrir bæði húð og hár, þó maður sé með feita húð þýðir ekki endilega að maður geti ekki notað svoleiðis vörur, oft er of framleiðsla  í húðinni einmitt útaf því að hún þarf olíu.
Meik :
Infallible frá Loreal kom mér mjög skemmtilega á óvart, þar sem True Match farðinn var ekki að virka mér. Svo er núna komin Infallible Matte og ég er mjög spennt að prófa hann.
Chanel Vitalumere Aqua er algjörlega “holy grail” vara… ég hef notað þann farða í örugglega 4 ár með hléum, mæli sérstaklega með honum ef þú ert með rauða bletti eða rauðtóna húð, því hann felur það einstaklega vel. oft hef ég gleymt eða viljandi gleymt að setja á mig felara því það kemur svo falleg og ljómandi áferð á húðina án þess að hún sé feit.
Felari/hyljari :
Ég er algjör felara pervert ef svo má orða, búin að prófa endlaust í gegnum árin og besti sem ég hef prófað hingað til er Perfect Match frá Loeral.
Púður :
Alveg frá því ég byrjaði að mála mig hef ég verið að leita að hinu fullkomna púðri sem er gott í touch up yfir daginn ekki bara kakast á manni, og mitt uppáhalds er án alls efa, Mineralized Skinfinish frá MAC í litnum Lite. Sama hversu mikið maður notar verður það aldrei of mikið, bæði í að setja farða og að laga í gegnum daginn.
IMG_7254
Sólarpúður:
Hoola Bronzer frá Benefit er eitthvað sem ég mun endurnýja í töskunni minni svo lengi sem það er til sölu, og örugglega minnst fyrir það að nota sem sólarpúður. þó að það sé frábært sólarpúður þá nota ég hann nánast á hverjum degi sem augnskugga eða “crease” lit og einnig á varirnar, ef ég er með eitthvað brúnleitt á vörunum þá er 100% Hoola þar líka.
Sensei bronzing gelið er eitthvað sem ég hef átt í nokkur ár og leita alltaf reglulega í það. Þar sem ég er með frekar ljósan húðlit þá er þetta gel fullkomið til að setja á staðina sem þú myndir setja sólarpúður og jafnvel til að blanda í meik á sumrin sem er þá of ljóst fyrir þig.
Ég nota það líka reglulega fyrir meik og það kemur mjög falleg áferð, best að nota mjúkan stippling brush sem er í þynnra lagi.
Kinnalitur :
Búin að eiga sama MAC kinnalitinn í endalaus ár frá MAC og hann haggast ekki, hann var hluti af einhverri línu og langt síðan að nafnið þurkaðist af honum, mjög shimmeraður og gefur manni svo fallegan ljóma og lit á kinnarnar. PRISM frá MAC er líka fallegur kinnalitur og hægt að nota bæði á augnlok og til að matta brúnleitavaraliti.
Augu//eyes ::
IMG_7277
Uppáhalds maskarinn minn er frá YSL, hef prófað nokkra og tveir bestu eru Volume Effect Faux Cils og Shocking. Besta við þá er að þeir eru svo svartir og þykkja og lengja á sama tíma.
Benefit maskarinn er líka mjög góður en hann klárast alltof fljótt svo ég stal því frá vinkonu minni að eiga greiðuna úr honum og nota sem augnarbrúna greiðu og til þess að lita augabrúnir og augnhár.
Ég hætti fyrir nokkrum mánuðum að vaxa/plokka augnabrúnirnar og síðan þá hef ég notað þessa greiðu til að lita hárin, geri þá tvær þunnar umferðir af augnabrúnalit þannig að hárin litist bara en ekki húðin.
Varir//LIPS ::IMG_7289
Ég er mikið fyrir brúnar mattar varir og er eiginlega alltaf með þannig í mismunandi tónum, fer eftir förðun, þá kemur Hoola Bronzerinn alltaf við sögu eða bara Blistex varasalvan sem klikkar aldrei. Besti varasalvi out there!
Uppáhalds varacombo er Subculture varablýantur og Velvet Teddy, báðir frá MAC. Svo eru Diva og Cyber frá MAC líka í smá uppháldi.
Burstar//Brushes ::
IMG_7408

Real Tecniques burstarnir standa alltaf fyrir sínu, góð gæði og gott verð. En svo eru líka BH cosmetics burstarnir ÓDÝRIR og GÓÐIR , þeir kosta mjög lítið og eru mjög góðir og mjúkir. Tveir sem ég nota á hverjum degi, sólarpúðurs og augnskugga koma frá www.bhcosmetics.com og kostuðu eitthvað klink.
IMG_7307
Ef þið viljið sjá meira frá Júlíu getið þið followað hana á Instagram HÉR og á Tumblr HÉR.
Ekki gleyma að followa mig á Instagram//Facebook
Njótið dagsins!
XX

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s