TEA TALK EP. 1

Ég elska te. Ég elska bragðið, úrvalið og tilfininguna sem maður fær við að fá sér te. Mér finnst kaffi yfirleitt bara frekar vont svo ég er miklu duglegri að fá mér te yfir daginn. Þar sem ég er komin með gott úrval af hinum ýmsu tegundum og finnst alltaf gaman að prufa ný þá datt mér í hug að gera svona færslur af og til, þar sem ég segi ykkur frá mínum uppáhalds þá stundina eða ef ég prufa eitthvað nýtt og gott. Kannski munu hinar ömmurnar tengja eitthvað við mig… en kannski er ég bara ein í þessu.

IMG_7469

Þetta eru þau tvö te sem ég er búin að vera drekka hvað mest uppá síðkastið. Þau eru frá TEAPIGS og eru mjög góð. Þetta eru svona “fancy” te, þau eru rosalega bragðmikil og í fallegum umbúðum, tepokarnir sjálfir eru meira að segja flottir og persónulega finnst mér í góðu lagi að nota te pokana allavega tvisvar. Þau eru reyndar í dýrari kantinum svo að þetta er hin fullkomna gjafavara fyrir te-elskendur!
English Breakfast te-ið drekk ég á morgnanna með smá möndlumjólk útí, svona eins og flestir myndu drekka fyrsta kaffibollann. Þetta er svart te og fínt koffínmagn í því. Eins og ég sagði þá er þetta svona “fancy” te og reyni ég að geyma það fyrir heglar eða svona spari… það er samt svo gott að ég er sek um að drekka það mun oftar.
Liqurice and Peppermint blandan er svo sætara te. Fullkomið að grípa í það þegar sykurþörfin kikkar inn, mér finnst voða gott að fá mér bolla eftir kvöldmat yfir góðum þætti. Bæði innihaldsefnin, minta og lakkrís, eru góð til að bæta meltingu og ég get svo svarið að það er líka eitthvað vatnslosandi við þau. Undirbúið ykkur allavega undir að pissa mikið áður en þið skríðið upp í rúm ef þið ætlið að drekka þetta að kvöldi til.IMG_7467
Njótið dagsins ! 
xx
Ekki gleyma að followa mig á INSTAGRAM // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s