NEW IN – PAYDAY VERSION

Ekkert makeup look í dag EN ég fékk útborgað fyrir helgi og ákvað að treata mig aðeins, maður þarf að gera það stundum. Þar sem það er ekkert look í dag langaði mig að deila með ykkur hvað ég var að kaupa.. IMG_7505
Gallery17 var með tilboð um helgina á gallabuxum svo ég ákvað að nýta mér það og kaupa uppáhalds buxurnar mínar. Það eru CheapMonday buxurnar í SprayOn stílnum. Ég hef alltaf bara keypt svartar en ákvað að mig langaði að prufa bláar gallabuxur frá þeim og OMG love them. Ef þið hafið ekki prufað SprayOn stílinn þá mæli ég með að þið farið og mátið, þær eru svo þægilegar!
Svo vantaði mig maskara og ég ákvað að prufa loksins Volume Million Lashes frá L’Oreal. Mig hefur lengi langað að prufa hann og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Hann gerir augnhárin mjög löng og falleg en pínu klessuleg sem mér reyndar finnst fallegt. Ég ákvað líka að taka klassíska gula Maybelline, svona til öryggis, ef hinn skildi ekki vera að gera sig.
Ég splæsti svo loksins í Essie lakkið sem ég hef ekki getað hætt að hugsa um síðan ég sá það fyrst, í litnum Maximillian strasse her. Loksins er það mitt – jíbbí!
Ég er búin að vera með grábrúnar varir á heilanum undanfarið og splæsti á mig Stone varablýant frá MAC. Fullkominn litur, kannski ekki sá sumarlegasti en ég mun pottþétt nota hann mikið næstu vikurnar!
Set örugglega inn mynd á instagram bæði af maskaranum og varablýantum svo fylgist með þar!
IMG_7511Fáið vonandi makeup færslu í vikunni!
Njótið dagsins !
XX
Ekki gleyma að fylgjast með á Instagram//Facebook

 

One thought on “NEW IN – PAYDAY VERSION

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s