WHAT I ATE – FF#9

Þar sem ég hef ekki verið neitt voðalega dugleg í eldhúsinu þessa vikuna datt mér í hug að deila með ykkur hvað ég borðaði í gær. ÓTRÚLEGA SPENNANDI – RIGHT?! Nei eiginlega ekki EN ég hugsaði með mér að kannski vantar einhverjum ykkar hugmyndum að nesti eða eruð bara svona ótrúlega forvitin um annað fólk og matarvenjur þeirra… svona eins og ég. Ég fór að vinna í gær á miðnæturopnun í Smáralind og ákvað að vera dugleg og taka nesti með mér, þetta er það sem ég útbjó…
Ég vaknaði aðeins seinna en venjulega í gær og hafði ekki útbúið ChiaGraut kvöldið áður, en svoleiðis borða ég flesta morgna. En þar sem ég var heima og mamma líka skellti ég í ValaSpecial handa okkur, sá réttur fyllir vel uppí og gefur mér góða orku.
IMG_7538Í hádeginu fékk ég mér stórt salat sem innihélt meðal annars epli, túnfisk, avocado og egg. Svo skellti ég bara því sem ég átti í ísskápnum útí og smá “dressingu” yfir.
Dressing :: olía, edik, salt, pipar og sítrónusafi.
IMG_7541Ég undirbjó zucchini núðlur í kvöldmatinn. Ég var ekki alveg viss um hvernig þær myndu endast svona niðurskornar yfir daginn en voru bara virkilega ferskar þegar ég borðaði þær um kvöldmatarleyti. Ég setti smá pastasósu yfir og hinn helminginn af túnfisknum, en ég hafði sett svoleiðis í salatið líka, og hitaði í örbylgju í smá stund. Virkilega gott. Ég drakk með grænan smoothie frá Local, hann var fullur af engifer og mjög frískandi.
IMG_7572Ég elska að gera stóran skammt af smoothie og taka með mér og drekka yfir daginn sem “millimál”. Í þessum var banani, grísk jógúrt, spínat, chia fræ, spínat og frosin ber. Einstaklega ljúffengur og frískandi.
Ég fór einnig með hnetukúlurnar sem ég skrifaði um HÉR og gaf stelpunum með mér. Þær voru sjúkar í þær, svo góðar!
Kannski fenguð þið einhverjar hugmyndir að nesti, kannski ekki, en vonandi nutuð þið þess að sjá hvað ég borða. Í dag ætla ég að gera tilraun til þess að elda lax í fyrsta skipti – læt vita hvernig það fer!
Njótið dagsins!
xx
Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s