REVIEW – L’OREAL VOLUME MILLION LASHES

Halló allir! Í dag langaði mig að segja ykkur frá nýjum maskara sem ég hef verið að prófa. Þetta er Volume Million Lashes maskarinn frá L’Oreal.Ég hef verið að nota sama maskarann í langan tíma og langaði að prófa eitthvað nýtt. Þessi maskari er ekki nýr á markaðnum en ég hef heyrt mikið um hann og verið frekar forvitin. Ég keypti mér Vatnsheldan.IMG_7896Hér sjáið þið maskarann í öllu sínu veldi. Mig langar að byrja á því að tala aðeins um burstann. Á minni pakningu stendur að það sé nýr bursti og eitthvað sem kallast Anti-Clump Wiper, nánar um það síðar. Burstinn er úr plasti, eða hárin eru plast og eru því svolítið stíf. Það er mikið af hárum og nær því að þekja öll aunghárin, burstinn beygist líka vel og því auðvelt að ná honum í innri augnkrókinn. 
IMG_7825
Án maskara, óbrett.
IMG_7843
Án maskara, brett.
IMG_7852Hér er ég búin að bretta augnhárin og setja eina umferð af maskara á annað augað. Eins og þið sjáið skerpir hann vel á augnhárunum og opnar augað. Fullkomin hversdags maskari fyrir þau ykkar sem vilja bara smá skerpu.
IMG_7856Ein umferð.IMG_7865Hér er ég svo búin að fara nokkrar umferðir, tvær eða þrjár. Ég mála mig ekki mjög mikið hversdags og elska að hafa mikinn maskara sem dregur athyglina að augunum. Mér finnst hann klessast pínu og skil þar af leiðandi ekki alveg þetta með Anti-Clump Wiper-inn, persónulega finnst mér betra að hann klessist svolítið en ég skil ef öðrum gæti fundist það vandamál – eitthvað til að hafa í huga kannski.
Ég tók eftir því í fyrsta skipti sem ég notaði hann að hann molnaði örlítið yfir daginn, lítið svart kusk undir augunum er kannski ekki eitthvað fyrir alla en ég hef ekkert orðið vör við það frekar og ekkert sem fer í taugarnar á mér. Annars endist hann vel yfir daginn og næst auðveldlega af með olíu-beisuðum hreinsi, fyrir vatnsheldan farða.  IMG_7888Ég er mjög ánægð með hann og mun eflaust kaupa hann aftur – endilega segið mér hvað ykkur finnst um hann ef þið hafið prófað!
Njótið dagsins! 
XX
Ekki gleyma að fylgjast með á INSTAGRAM // FACEBOOK !

One thought on “REVIEW – L’OREAL VOLUME MILLION LASHES

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s