SÍTRÓNU-MYNTU KAKA – FF #10

Ég fékk senda uppskrift frá Ástu vinkonu minni um daginn sem hún sagði að ég yrði að prófa, sem ég auðvitað gerði! Við erum að tala um ljúffenga sítrónuköku/cupcakes með myntu. Uppskriftin er upphaflega hugsuð fyrir bollakökur en ég nennti ekki að standa í því og gerði því eina stóra köku. Kremið varð reyndar eitthvað skrítið og lak bara útum allt – ég hef gert eitthvað vitlaust… EN hún bragðaðist svona líka vel og sló í gegn hjá fjölskyldunni, fullkomin í sunnudagskaffið! IMG_7897 Hér er það sem þið þurfið :: 
250 gr Hveiti
200 gr Sykur
1 tsk Salt
1 tsk Lyftiduft
150 gr Smjör
2 Egg
1 dl Mjólk
1 msk Sítrónudropar
Rifinn börkur af einni sítrónu
2 msk Fersk Mynta, smátt söxuð (ca. hálft box)
IMG_7906Hitið ofninn í 170°. Blandið þurrefnum saman og blanda við smjör (í hrærivél). Bæta skal við helming af mjólkinni.
Í annarri skál skal hræra saman egg, sítrónudropa og rest af mjólkinni. Bæta svo sítrónuberki og myntu við. Hræra allt saman og setja í form.
Baka í 20-25 mín.IMG_7919 IMG_7952Krem :: 
200 gr Flórsykur
70 gr Smjör
1/2 dl mjólk
Safi úr einni sítrónu
Gulur matarlitur
Sigta skal flórsykur í skál og hræra saman við smjör. Bæta smám saman við sítrónusafa og mjólk (eftir smekk). Hræra skal saman þar til það er orðið létt í sér.

Ég setti aðeins minna af mjólk og meira af sítrónusafa í kremið heldur en uppskriftin segir til um, það voru ráðleggingar frá Ástu og var það mjög gott!
IMG_7959vonandi prófið þið þessa gómsætu köku.

Njótið dagsins!
xx

Ekki gleyma að fylgjast með á INSTAGRAM // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s