VALA MÆLIR MEР#2

JÆJA, í dag ætla ég að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds hlutum síðustu vikur. Ég hugsa að ég muni ekki byrja með svona mánaðar-uppáhalds einfaldlega vegna þess að ég held ég sé ekki svo nýjungagjörn að geta sagt frá nýju og skemmtilegu í hverjum mánuði ÞANNIG svona færslur af og til henta mjög vel. Hér er það sem ég mæli með að þið skoðið :: 
BeautyBlender
IMG_8044Ég fékk mér BeautyBlender-inn fyrir nokkrum mánuðum, prófaði hann nokkrum sinnum fannst hann fínn en var ekkert að deyja úr hrifningu. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að prófa hann aftur og nota með Healthy Mix Serum farðanum frá BOURJOIS. Ég veit ekki hvort það sé farðinn eða ég sé bara að sjá núna hvað þessi svampur er sjúklega góður – sko OMG! Það blandast svo fallega farðinn og gerir mann nánast alveg flawless án þess að maður lúkki meikaður. Mér finnst farðinn blandast svo náttúrulega og hef ég verið að skella bara smá á mig með maskara yfir daginn, ekkert verið að vesenast í neinu öðru, einfalt og þægilegt. Love it!
Big Hero 6
big_hero_6_thumbnail-1
Ég hef ef heyrt svo mikið um þessa teiknimynd og verandi barnið sem ég er, varð ég auðvitað að sjá hana. Hún er mjög skemmtileg, vel gerð og falleg saga.
VLUNE
Ef þið vissuð það ekki þá horfi ég mikið á YouTube á allskonar myndbönd hjá allskonar fólki. Uppáhalds myndböndin mín eru þó svona vlogs eða video blogs, sem öll youtube myndbönd eru kannski í rauninni en þetta er þó yfirleitt heiti á svona óformlegri myndböndum. Oftast eru þetta svona fylgi myndbönd, þar sem aðilinn er með vélin með sér allan daginn og sýnir hvað hann er að gera (með því að skrifa þetta svona og reyna útskýra er ég að fatta hvað þetta er steikt concept en ok). Ég er rosalega forvitin og held ég að hrifning mín á þessum myndböndum stafi af því. Ég elska að sjá hvað fólk er að gera, þó það sitji bara í tölvunni að bora í nefið.
En ok að því sem ég er að tala um. Í þessum mánuði júní er ss VLUNE þar sem einhverjir youtube-arar vlogga alla daga mánaðarins. JÍBBBÍ!!
Hér eru mín tvær af mínum uppáhalds ::
SAMMI (BEAUTYCRUSH)
ESTÉE (ESSIEBUTTON)
Maximillian Strasse Her
Já ég veit, ég hætti ekki að tala um þetta naglalakk. En hafiði séð það??? Það er svooo fallegt! Ég er búin að vera mikið með það síðustu vikur, það gengur með öllu. Ég er meira segja svo æst í það að ég er búin að setja það á tærnar líka, það kemur vel út en ég ætla ekki að sýna ykkur tásurnar í dag (sooorry).
HoneyBronze Face Gel
IMG_8048
Þessi vara er að koma rosalega sterk inn hjá mér núna. Svipað Kaneboo gelinu, sem margir þekkja, er þetta gel með lit í sem frískar voðalega vel uppá andlitið. Hægt að nota eitt og sér (sem ég hef verið að gera, með smá hyljara) eða undir annan farða og kemur þá bara smá hint í gegn. Mér finnst þetta rosalega þægileg vara, eins og ég nefndi áðan með beautyblenderinn þá er ég ekkert búin að vera mikið máluð uppá síðkastið og fýla bara svona létta áferð á húðina. Honey Bronze gelið gefur mér fallegan lit og jafnar aðeins út áferð húðarinnar. Ég nota svo hyljara og púður með og finnst það mjög náttúrulegt og fallegt lúkk.
IMG_8052IMG_8054
Volume Million Lashes 

IMG_7896IMG_7865

Ég skrifaði heila færslu um þennan um daginn sem þið getið lesið HÉR. En ég verð bara að minnast á hann aftur, ég er alveg rosalega skotin í honum! Gerir aunhárin svo fín og flott og endist vel á.
Parks & Recreation
HVAR GET ÉG SÓTT UM AÐ FÁ AÐ BÚA Í PAWNEE???! 
Ég elska þessa þætti og skil ekki afhverju ég hef ekki horft á þá fyrr. Algjör aulahúmor og vitleysa en stundum þarf maður bara á svoleiðis að halda. Allir karakterarnir eru svo fyndnir og finnst mér ég geta fundið mig í þeim öllum. Svo er ég líka svo skotin í Chris Pratt og það skemmir ekki fyrir að hann leiki í þeim. Ef þið hafið ekki horft á þá áður og vantar eitthvað nýtt mæli ég algjörlega með þessum, ég er búin að fá fjölskylduna með mér í þetta og við erum öll húkkt.
Ok nú er ég hætt – Njótið dagsins!
xx
Instagram // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s