NÝTT Í RÚTÍNUNA – MICELLAR WATER

Hæhæ, í dag langaði mig að segja ykkur aðeins frá nýrri vöru sem ég hef verið að prófa. Ég var á leiðinni að farða einn daginn en fattaði að mig vantaði eitthvað til að hreinsa húðina með, bara eitthvað sem væri fljótlegt og þægilegt. Hoppaði í Hagkaup og kippti þessu með mér, Nivea 3-IN-1 Micellar Cleansing Water.  Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Nivea en hefur langað að prófa svona micellar vötn í svolítinn tíma og þetta virkaði bara nokkuð fínt og var ódýrt! (WINNING). Micellar Vötn hafa verið til lengi, aðallega í frakklandi, en hafa nú nýverið verið að fá töluvert meiri athygli, mörg stærri merki hafa verið að koma með sína eigin útgáfu og eru því nú aðgengilegri en áður. Þetta er einföld leið til þess að djúp hreinsa húðina og gefur góðan raka um leið, án þess að þurfa þvo sér með vatni á eftir.
IMG_8179Ég get dottið í svona letingja pakka þar sem ég nenni bara alls ekki að þrífa á mér andlitið á kvöldin en get ekki hugsað mér að fara að sofa með farða á, ég reyni að forðast blautklúta og nota oft bara augnhreinsinn minn á andlitið og svo andlitsvatn á eftir.
Ég verð bara að segja að ég er bara nokkuð ánægð með þessa vöru, ég hafði ekki miklar væntingar og hef alltaf verið þeirrar trúar að maður þurfi að þrífa andlitið með sápu og vatni en þessi vara er hægt og rólega að breyta áliti mínu á því. Mér finnst vatnið taka farðann af, en það situr smá eftir (ég veit ekki hvort það er þetta merki eða hvort öll micellar vötn eru svona) og finnst mér alveg að það megi fara með sápu eftir á. Ég hef reyndar ekki gert það og notað bara andlitsvatnið mitt með og hef ekki orðið vör við bólur eða annað slíkt. Mér finnst ég fá góðan raka og get sofnað með góða samvisku!IMG_8181Fullkominn lazy day ( nú eða everyday) hreinsir!
njótið dagsins !
XX
Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s