HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; SALÓME ÓSK

JÆja þá er komið að annarri færslu í “heimsókn í snyrtibuddu” liðnum. að þessu sinni ætlar Salóme að sýna okkur hvaða vörur hún notar daglega.
Njótið vel! 
Salóme skrifar ::
IMG_8342
 Ég heiti Salóme Ósk og er 22 ára förðunarfræðingur, ég lærði í Aofm í London í byrjun 2014 og hef verið að starfa sem freelance förðunarfræðingur síðan ásamt því sem ég hef unnið í Ísbirninum og Body Shop. Ég hef mikinn áhuga á allskonar förðun, tísku og tónlist. Ég stefni á Hársnyrtiskólann í Tækniskólanum í haust, eitthvað mjög nýtt fyrir mig en ég er samt sem áður mjög spennt.
Base :: 
IMG_8367
Go­ to meikið mitt hefur verið Loréal Lumi Magique í ár núna, ég er komin á flösku númer tvö enda snilldar meik. Miðlungs þekja en það sem ég elska við það er hversu mikinn ljóma það gefur. Ég er með þurra húð þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða olíukennd yfir daginn, frekar pæli ég í því að húðin virðist ekki of flöt. Felarinn, Wake me up frá Rimmel, er líka búinn að vera í uppáhaldi í meira en ár og gefur líka mjög frískandi ljóma.
Með allan þennan ljóma þá vil ég púðra einstök svæði svo förðunin haldist yfir daginn. Í það nota ég Mac Mineralized skinfinish natural, ótrúlega fíngert og létt púður sem er samt með miðlungs þekju. Ég nota það mikið undir augun svo felarinn setjist ekki í fínar línur, sama hvað þú setur mikið eða lítið lítur það alltaf ótrúlega náttúrulega út.
IMG_8378
Ég er tiltölulega nýlega búin að fá Face Form pallettuna frá Sleek en ég er algjörlega ástfangin. Ég nota aðalega skyggingalitinn, en bæði kinnaliturinn og highlighterinn eru ótrúlega fallegir. Og svo afþví að hafa ljóma í bæði meiki og felara er ekki nóg þá nota ég án undantekningar alltaf Mac Mineralized skinfinish í Soft And Gentle.
Ég gleymi oft að setja á mig kinnalit, en þegar ég man eftir því leita ég alltaf í Luminoso frá Milani. Hann er eitthvað svo ótrúlega náttúrulegur og enn og aftur gefur heilbrigðan ljóma (ég lofa ég lít ekki út eins og diskókúla).
Eyes//Brows ::
IMG_8386
Augabrúnirnar skipta mig ótrúlega miklu máli, aðalega vegna þess að mínar eru náttúrulega mjög fíngerðar og ósýnilegar. Til þess að móta þær og fylla inn í nota ég Maybelline Color tattoo í litnum Permanent Taupe.
Ég keypti mér bláan maskara í Body Shop fyrir svona tveimur mánuðum og ég er búin að nota hann non­stop. Hann er ekki of áberandi blár, heldur sést bara í réttu ljósi.
Lips ::
IMG_8371
Ég var rosaleg sein í þetta æði, en ég er alveg húkked á nude varalitum og varablýöntum. Til þess að fá fullkomið nude look, en samt stækka varirnar ööörlítið í leiðinni þá nota ég alltaf varablýantana frá Body Shop. Ég nota nr. 10, pink brown, yfir allar varirnar og svo nr. 02, beech, til að fara yfir útlínurnar og skyggja smá.
Uppáhalds varaliturinn minn akkurat núna er Cashmere frá Lime Crime. Hann er eiginlega brún­grár á litinn sem ég elska, svo helst hann líka endalaust á.
IMG_8395instagram.com/salomeosk
Jeij svo gaman – kannski fáum við að sjá meira af Salóme á blogginu seinna, hver veit?!
Njótið dagsins!
XX

Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

One thought on “HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; SALÓME ÓSK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s