“FLAWLESS” FACE

Gleðilegan miðvikudag! Ég var eitthvað hugmyndasnauð um daginn, svo ég spurðist fyrir hjá vinkonum mínum, hvort þær væru með hugmyndir. Þessi færsla er fyrir Hörn mína, hún vildi endilega fá að vita hvernig ég gerði húðina mína fína. Vonandi fáið þið hin líka eitthvað útúr þessu!
Mig langar að byrja að segja ykkur aðeins frá húðinni minni. Ég hef alltaf verið frekar heppin með húðina á mér (sjö, níu, þrettán), fæ ekki oft stórar og miklar bólur, glansa ekki og er aldrei svakalega þurr. Ég með fíngerða húð, engar stórar svitaholur og það getur verið mjög áberandi ef ég fæ bólu. Ég er frekar normal en get verið svolítið þurr eða dehydrated og dauf (dull). Þessvegna finnst mér fallegast að hafa fallegan ljóma á húðinni og nota því dagkrem fyrir frekar þurra húð (AloeVera frá BodyShop). Ég blanda líka oftar en ekki einhverskonar ljómandi vöru/primer við meikið, eða ber á húðina áður, til þess að auka ljómann. Mér finnst fallegast ef húðin fær að koma aðeins í gegnum farðan og nota aldrei neitt rolsalega þekjandi meik (Face and Body frá Mac er alltaf í uppáhaldi).
Jæja byrjum! IMG_8525
HÆ Hér er ég, búin að hreinsa húðina og bera á rakakrem.IMG_8496Næst nota ég Instablur. Mér finnst þetta vera með betri primerum sem ég hef notað, hann fyllir í fínar línur og heldur farðanum yfir allan daginn. Hann er mattandi og hentar því líka olíukenndri húð, en eins og ég kom inná áðan blanda ég alltaf ljóma með farðanum mínum og ég hef ekki orðið vör við neinn auka eða “unwanted” ljóma þegar ég set þennan undir. Algjört must try fyrir ykkur sem viljið passa að farðinn endist sem lengst yfir daginn!IMG_8506
Farðinn sem ég hef verið að nota uppá síðkastið er HealthyMIXSerum frá Boujoris. Hann er frekar léttur en jafnar út áferð húðarinnar og gefur smá ljóma. Ég ELSKA Lumi magique frá L’oreal og hef notað lengi, bæði undir farða og blandað við. Undanfarið hef ég blandað þessum vörum saman og finnst það koma fallega út.
Ég hef verið að nota BeautyBlenderinn til að blanda farðann á húðinni. Hann gefur fallega áferð og ekki skemmir fyrir hvað það er fljótlegt að nota hann. Ég bleyti minn áður og held ég að það geri rosalega mikið, ljóminn ýkist aðeins og húðin fær að anda í gegn.IMG_8532 IMG_8541HÆ hér er ég, með meikið á mér.
IMG_8493
Næst set ég hyljara, ég nota hann líka sem nokkurskonar highlight. Ég ber hann á svæðin sem ég vil hafa aðeins ljósari (kringum augun, hökuna, kringum munninn, nefið og aðeins á ennið). Þar sem þetta er aðeins dramatískari rútína en sú sem ég geri hversdags blanda ég oft örlítið af bleikum með undir augun, bara til að auka ljóma þar og til að vinna á móti bláa litnum.
Ég hef notað Select Cover Up hyljarann frá MAC mjög lengi, hann hylur vel án þess að vera OF MIKIÐ (fattiði?), hann þurrkar ekki og blandast vel út. Ég set líka Prep and Prime Highlight frá MAC í litnum Radiant Rose með undir augun, það er bleikur tónn í honum og, eins og ég sagði áðan, gefur hann fallegan ljóma.
Til þess að blanda hyljaranum nota ég Contour Brush frá RealTechniques (úr core collection), hann er í fullkomnri stærð til þess að blanda undir augun. Ég spreyja Vitamin C Face Spritz á burstann, það gerir það að verkum að auðveldar er að dreifa úr hyljaranum en einnig verður hann örlítið léttari og fær meiri ljóma.
IMG_8553 IMG_8555Búið að blanda öðru megin. Fín.IMG_8511Næst púðra ég yfir andlitið. Á svæðin þar sem ég setti hyljara nota ég yfirleitt litlaust púður eða eitthvað sem er örlítið ljósara en restin af andlitinu, bara til þess að halda þeim svæðum ljósari. Yfir allt andlitið set ég svo annaðhvort litlaust púður eða eitthvað sem gefur smá lit og þekju, fer eftir dögum.
IMG_8571Þegar ég er búin að púðra nota ég Vitamin C Face Spritz aftur yfir allt andlitið. Með því að spreyja því yfir er ég bæði að festa farðann enn betur og taka púður”lúkkið” – ljóminn krakkar, ljóminn kemur aftur!
Þá er grunnnurinn búinn og hægt að byggja ofan á, gera skyggingu eða það sem mann langar.
IMG_8595Vonandi lærðuð þið eitthvað eða fenguð hugmyndir að einhverju sem ykkur langar að prófa!
Njótið dagsins!
XX
Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s