BROWS ON FLEEK?(!)

góðan dag! Ég hef fengið nokkrar spurningar um hvað ég nota á augabrúnirnar svo mér datt í hug að gera bara heila færslu um hvað ég nota. Ég tel mig ekki vera einhvern augabrúna sérfræðing, það eru margar miklu klárari en ég þegar kemur að fallegum brúnum en þetta er það sem ég geri og kannski lærið þið eitthvað eða fáið einhverjar hugmyndir.
ég veit ekki hvort þið vitið en það er hægt að ýta á allar myndir og þá koma þær stærri, kannski er auðveldara að sjá hvað er að gerast þannig. 
IMG_8979Ég vil byrja á því að segja að ég lita á mér augabrúnirnar reglulega. Ég veit að ég er með rosalega ljóst hár á hausnum og kannski meikar ekki alveg sense að hafa þær dökkar, en mér finnst það vera flott lúkk svo ég ætla halda áfram að lita mínar, þið getið gert ykkar eins og þið viljið. Þetta er það sem ég nota, ég veit ekkert rosalega mikið um svona liti en ég blanda svörtum og dökkbrúnum saman og fæ þá litinn sem ég vil. Þið takið kannski eftir því á myndunum að þær eru svolítið “illa” hirtar, ég er í smá tilrauna starfsemi. Mig langar rosalega í þykkar og fallegar brúnir og læt þær nánast alveg vera, stundum nota ég plokkara bara til að taka einstaka hár.
IMG_8949Það sem ég nota svo til þess að fylla uppí augabrúnirnar og gera þær huggulegar eru þessar vörur hér að ofan.
The Body Shop Smoky 2 in 1 Gel Liner í brúnu. Þetta er pínu hlýr brúnn litur og er ég að prófa mig áfram með aðeins kaldari tóna, en þetta er það sem ég nota oftast. mér finnst hann haldast vel yfir daginn og auðvelt að dreifa honum. Mac 263 sem er lítinn skáskorinn bursti og hentar rosalega vel til þess að fylla í brúnirnar. L’Oreal Brow Artist Plumper í medium/dark, ég er ekki viss með litinn en þetta er allvega sá dekkri. Ég hef talað nokkrum sinnum um þessa vöru áður, en ef þið hafið misst af því er þetta augnhára gel með lit í. Einnig inniheldur gelið trefjar sem gefa fyllingu svo augabrúnirnar lúkka fyllri (meira djúsí).
IMG_8989Hér er ég, ekkert í brúnum og litaðar fyrir nokkrum dögum.
IMG_8994Ég byrja á að gera línu undir, við rót háranna og dreifi uppá við. Ég einbeiti mesta/dekksta litnum við krókinn og ytri endann og reyni að hafa þær ljósari við innri endann.IMG_8997Ég móta þær líka ofan frá, því ég vil hafa þær örlítið þykkari. Ég passa mig rosa mikið á að fara ekki alltof hátt og set litinn alveg við/í hárlínuna. Blanda henni svo niður og læt báðar línur mætast í endanum. Ég reyni sem mest að fylgja mínu náttúrulega formi og breyti þeim nánast ekkert..IMG_9005Hér er ég svo búin að setja gelið í gegnum aðra þeirra. Ég dreifi því upp því ég vil hafa þær pínu úfnar. Það er sjáanlegur munur en eina sem ég hef gert er að móta þær eftir þeirra náttúrulega formi. Gott er að muna að brúnir eiga að vera systur/frænkur, hvað sem er, en bara ekki tvíburar. Þó þær séu ekki alveg jafnar er það í góðu lagi. Munum bara að less is more, stundum fer maður alveg í flækju því það gegnur ekkert upp, en þá er bara best að leggja burstan frá sér í smá og koma aftur að þeim seinna.
IMG_9011Hér getið þið séð örlítið betur loka útkomuna.
Gangi ykkur vel. 
Njótið dagins!
XX
ekki gleyma Instagram // Facebook

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s