HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU – FANNÝ HULD

Færsla dagsins finnst mér mjög spennandi, Við fáum að kíkja í snyrtibudduna hjá henni Fanný Huld!  skemmtilegt svona með sunnudagskaffinu.
Fanný skrifar ::
Hæhæ ég heiti Fanný Huld Friðriksdóttir og ég er 17 ára. Ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Mood Makeup School vorið 2015. Ég er að vinna í The Body Shop svo hef ég líka einnig tekið að mér farðanir fyrir allskonartilefni. Svo á ég von á lítilli stelpu í lok október og er alveg ótrúlega spennt fyrir því!
IMG_9090Base ::
IMG_9044
Hver einasti dagur hjá mér hefur byrjað með smashbox pore minimizing primer, alveg ótrúlega góður primer, minnkar húðholur og gefur farðanum svo fallega áferð, nýlega bættist við smashbox primerwater sem ég hef heldur ekki hætt að nota. Ótrúlega frískandi og gott. Uppáhaldsmeikið mitt er Giorgio Armani luminous silk foundation, einn fallegasti farði sem ég hef prufað! Líka í uppáhaldi er Naked Skin hyljarinn frá Urban Decay og er klárlega einn besti hyljari sem ég hef prufað. 
IMG_9069í meik nota ég oftast flat kabuki frá Sigma og Ég nota alltaf beauty blender til að blenda út hyljara, svo stundum ef ég nenni þá nota ég hann líka fyrir meikið.IMG_9049
Undir augun finnst mér gott að nota ljóst púður til að festa niður hyljarann, MSF púðrið frá MAC er snilld. Núna hef ég verið mikið fyrir krembronzer og kremkinnaliti, finnst það oft koma náttúrulegra út og gefa frísklegra útlit. Ég elska þennan bronzer frá YSL, rosalega náttúrulegur og fallegur. The multiple frá Nars, í litnum orgasm, er svoo flott og er nánast það eina sem ég nota. Á þeim dögum sem ég erf meira fyrir púður þá nota ég einungis HOOLA frá Benefit, minn allra allra uppáhalds bronzer, enda á fjórðu dollunni. Þessi kinnalitur frá Art Deco hef ég mikið notað og er ábyggilega minn allra uppáhalds, alveg ótrúlega fallegur. Uppáhalds highlighterinn minn og sá nýjasti í safninu er þessi frá BECCA og heitir Champagne pop, fallegri highlighter muntu ekki finna í þessum heimi, trust me.
IMG_9077
Í púður undir augu elska ég setting brush frá real techniques. í krembronzer og kinnalit finnst mér þessi cheek brush frá real techniques mjög góður. í púðurbronzer elska ég þennan bursta frá MAC nr 116. Fyrir kinnalit hef ég alltaf notað þennan frábæra bursta frá YSL, alveg ótrúlega góður. Fyrir highlighter nota ég contour burstann frá real techniques, hentar ótrúlega vel.
eyes//brows ::IMG_9058
Mér finnst langbest að nota gel eða “dipbrow pomade” til að fylla inní augabrúnir, þetta frá Anastasia Beverly hills er algjör snilld, helst á allan daginn og mjög þægilegt í notkun. Til að klára nota ég alltaf augabrúnagel yfir og ég hef verið að fýla gelið frá MAC, gefur enn meiri lit og hárin haldast alveg á sínum stað. Dagsdaglega nota ég yfirleitt smá bronzer í glóbuslínuna og highlighterinn sem ég nota á andlitið nota ég yfirleitt líka á augnlokin. Svo bretti ég vel uppá og set vel af maskara. Ég elska Rollerlash maskarann frá Benefit, lengir þvílíkt og heldur þeim vel uppi.
IMG_9080
Á augun er það mjög einfalt, 224 burstinn frá MAC í glóbuslínuna og ef ég er í stuði nota ég bursta nr 239 á augnlokin, annars bara nota ég puttann.
Lips ::IMG_9063
Dagsdaglega er ég mikið fyrir nude varir. Elska varablýantana frá The Body Shop, nota alltaf nr 03. Ég hef mikið verið að nota þennan frá MAC í cremé D’nude, mjög sætur hversdags nude litur. Ef ég er í fýling þá skelli ég stundum á mig sætu glossi í stíl, þetta frá NYX heitir fortune cookie og er sjúklega flott og gott, fullkomið yfir þetta combo sem ég var að segja frá.
Takk fanný – hægt er að fylgjast með henni HÉR
Njótið dagsins! 
XX
ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s