TRUE MATCH

 HÆHÆ! Langaði að deila með ykkur pælingum mínum um True Match farðann frá 
L'oreal. Þessi farði er alls ekki nýr á markaðnum, þetta var reyndar fyrsti farðinn sem 
ég keypti mér og notaði í mörg ár. En það eru reyndar líka mörg ár síðan það var, 
hefur hann fengið mikla umfjöllun undanfarið svo ég varð auðvitað að prófa hann aftur. IMG_9917NICOLE GURRIERO, YOUTUBE-ARI, ELSKAR HANN OG EF HÚN, DROTTNINGIN 
SJÁLF, NOTAR HANN ÞÁ HLÝTUR AÐ VERA EITTHVAÐ VARIÐ Í HANN.. 
RIGHT? IMG_9469Ómáluð. IMG_9484Eins og sækó á þessari, en það er líka bara flott.. held ég hafi jafnvel tekið aðeins of 
ljósan lit, en þegar það er allt annað komið þá er hann ekki svona off..
Hér er ég búin að fara eina létta umferð með farðanum. Hann jafnar út lit og 
ójöfnur en leyfir samt húðinni að koma í gegn, sem er eitthvað sem ég fíla. IMG_9489Mér finnst áferðin á honum rosalega falleg en á sama tíma pínu dull. Ég væri 
rosalega spennt fyrir því að prfóa Magic-Lumi farðann frá L'Oreal en hann inniheldur 
ljómandi agnir sem gefur farðanum meira líf. En þessi er rosalega flottur og 
verður fallegri yfir daginn finnst mér, þegar það kemst smá náttúrulegur ljómi 
(sviti/olía) í gegnum hann. Ég hef reyndar prófað að blanda Magic-Lumi primernum
 útí hann, sem ég geri mjög oft við farða, og fannst það rosalega fallegt. 
Ég hef notað hann nokkrum sinnum og finnst hann endast vel á húðinni.
Hér fyrir neðan er ég svo búina að setja á mig hyljara, sólarpúður og kinnalit. 
Finnst hann mjög fallegur með öllu, gefur flotta jafna áferð án þess að vera of 
þekjandi (þ.e. húðin fær að sjást í gegn). IMG_9495Niðurstaða :: Er ekki alveg búin að kaupa æðið í kringum hann, en held ég muni nota hann 
töluvert þegar ég kemst uppá lagið með hann. fínn hversdags farði fyrir þá daga 
sem maður vill örlítið meiri þekju.
Njótið dagsins! 
XX
EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // FACEBOOK // Snapchat :: vfmakeup 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s