UPPÁHALDS PRIMER

IMG_0120
Mér finnst alltaf mjög mikilvægt að nota primer eða einhverskonar grunn áður en ég set 
augnskugga, liner eða bara hvað sem er. Það sem primer gerir er að búa til smá "lím" 
fyrir litina svo þeir endist lengur yfir daginn og liturinn poppar meira. Einnig jafnar 
primer út lit og áferð augnloks svo ef þið eruð með æðaber eða bleik augnlok gæti 
verið sniðugt að nota svona þótt þið ætlið ekki að vera með neinn skugga á..
Minn uppáhalds er frá Smashbox og kallast Photo Finish Lid Primer. Mér finnstþessi mjög 
góður af því að hann er frekar þykkur og það er litur af honum. Hann þekur vel yfir 
aunglokið og býr til rosalega góðan grunn fyrir hvaða lit sem er. Í fyrstu var ég ekkert spennt 
fyrir honum og notaði alltaf primer frá Urban Decay en með tímanum teygði ég mig alltaf 
í þennan. Ég kláraði síðustu túbu nýlega og þá fattaði ég hvað ég væri lost án hans. 
Mér finnst förðunin endast allan daginn og stundum heilu næturnar líka (vakna oft mjög fín 
í kringum augun þó að ástandið sé kannski annað hehe..).
Ef þið eruð að leita ykkur að nýjum primer, nú eða ef þið hafið aldrei prófað að nota primer 
mæli ég með að þið tékkið á þessum. Hann er kannski í dýrari kantinum (4000 -5000 kr) 
en mér finnst hann algjörlega þess virði, líka bara mjög fín gjöf ef ykkur vantar fyrir svona 
makeup lovers.
 IMG_0114IMG_0117
NJÓTIÐ DAGSINS !!
 XX
Ekki gleyma
 Instagram // Facebook // Snapchat :: vfmakeup

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s