NAKED

Hæ krakkar! Í dag langaði mig aðeins að tala um nýjustu (eða svona næstum) viðbótina í safnið mitt eða NAKED 2 augnskuggapalettuna frá UrbanDecay. Þið sem þekkið eitthvað til UD vitið kannski að þau eru pínu þekkt fyrir augnskugga paletturnar sínar, eða mér finnst þær allavega oft standa uppúr hjá þeim, en einnig eru þau með hrikalega flott úrval af augnblýöntum og aunskugga primerum sem margir ættu að kannast við.IMG_0853Þið sem hafið séð fyrsta youtube myndbandið mitt (hér), vitið að ég missti mig aðeins í Sephora og var Naked2 ein af þeim vörum sem fundu leið sína ofan í körfuna mína. Ég á fyrir upprunalegu Naked palettuna og er hún mikið notuð hjá mér, mér finnast litirnir í henni mjög fallegir og þægilegir í hvaða lúkk sem er. Mig langði að prófa aðra palettu frá UrbanDecay og ef ég á að segja alveg eins og er vildi ég óska þess að ég hefði valið einhverja aðra palletu í stað þessarar… Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að Naked(1) og Naked2 eru alveg skuggalega líkar. Litavalið í þeim er mjög svipað, mikið af frekar hlýjum litum en á sama tíma eru þeir allir örlítið kaldari í Naked2 en í þeirri fyrri – meikar það eitthvað sense? Skuggarnir eru mjög litsterkir og auðvelt að fá fram því sem maður óskar eftir. Naked 3 var of bleik fyrir minn smekk og NakedSmoky er ekki alveg það sem ég var að leita eftir (ég keypti líka annað í “staðinn” fyrir hana þegar ég kom heim, sýni ykkur það fljótlega). Annars eru þau líka með ótrúlega mikið úrval af öðrum palettum vo ég hefði kannski átt að skoða það betur.
IMG_0860 Anywho – ég hugsa nú samt að ég muni nú nota þessa palettu mikið enda litirnir alveg eftir mínu skapi, og fyrir svona makeup pervert eins og mig eru þær mjöög ólíkar! En kannski fyrir meðalmanneskjuna sem þarf ekki tvær eins en samt svo ólíkar palettur er kannski best að velja bara aðra þeirra..

Ég gerði lúkk með henni, til þess að sýna ykkur aðeins betur litina. Förðunina sýndi ég einnig inná snapchatinu mínu (vfmakeup), svo ef þið viljið fylgjast með svona behind the scenes addið mér þar! 

IMG_0650 IMG_0656Augnhár :: SocialEyes – Ravishing (hér)  /// Varir :: L.A. Girl Matte Flat LipGloss – Stunner (hér).

Njótið dagsins!
XX

EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // YOUTUBE // FACEBOOK // SNAPCHAT :: VFMAKEUP

2 thoughts on “NAKED

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s