MEISTARAMÁNUÐUR

imgres

HÆ! Enn og aftur er komið að þessum blessaða Meistaramánuði og auðvitað tekst mér að láta draga mig í þetta enn einu sinni (takk Hörn). Ekki misskilja, það er kúl að vera meistari, en mér finnst október bara alltaf svona frekar busy mánuður og oft erfitt að halda sér á tánum – en það er kannski einmitt point-ið líka? Ég er persónulega dugleg við að setja mér markmið, bæði fyrir aðra mánuði og staka daga en það er alltaf gott að fá smá spark í rassinn og gera hlutina almennilega svona einu sinni.

Ég ákvað sem sagt að taka þátt aftur, ég skráði mig nú reyndar ekki formlega til leiks en setti mér nokkur markmið sem mig langar að ná. Mikið af þeim markmiðum eru “vinnu” tengd. Þá á ég aðallega við um blogg vinnu, því að halda upp svona bloggi og öllu því sem því tengist er ekkert djók. Sérstaklega ekki þegar þú villt að það verði kannski eitthvað úr þessu einn daginn og leggur mikla vinnu í allt sem þú gefur frá þér. En mig langar sem sagt að reyna leggja mig fram við að vera aktívari á öllum þessum miðlum. Einnig voru mörg markmið líka tengd hinni vinnunni minni og svo skólanum. Eins og þið kannski vitið einhver fór ég til útlanda og tók mér 10 daga frí = ekki góð hugmynd. Ég er mikið eftir á og mikið að gera í þessum mánuði – SPENNANDI! Auðvitað tengast líka einhver því að hreyfa mig og hugsa um heilsuna. Mitt vandamál er að finna eitthvað sem mér þykir skemmtilegt, ég held samt að ég sé búin að finna mína hillu – HOT YOGA, það er svo næs.

Mig langaði bara að deila aðeins með ykkur mínum markmiðum og hvetja ykkur til þess að setja ykkur markmið reglulga, ekkert endilega bara í þessum mánuði. Ef það er eitthvað sem ykkur langar að gera er ekkert betra en að drífa bara í því! Kannski tökum við stöðuna aftur þegar líða fer á mánuðinn? 

Njótið dagsins!
XX

EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // YOUTUBE // FACEBOOK // SNAPCHAT :: VFMAKEUP

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s