HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; Heiðdís Lóa

Fyrsta heimsókn í snyrtibuddu árið 2016 – jibbbíí!! Ég ákvað að halda sama formati, fá hvern og einn til að segja frá vörunum sjálft og kynna sig aðeins, en svo bætti ég við nokkrum spurningum sem verða hér í lokin!
Vonandi hafið þið gaman af!
xxÉg heiti Heiðdís Lóa og er að verða 25 ára þann 20 júní. Ég er tvíburi í stjörnumerki en tvíburamerkið lýsir mér vel. Ég hlæ mikið og finnst ekkert skemmtilegra en að fíflast með vinkonum mínum. Ég kláraði BS í sálfræði og er hálfnuð með BS í tölvunarfræði og vinn nú á Landspítalanum sem skrifstofu og aðstoðarmaður sálfræðinga og félagsráðgjafa og finnst það ótrúlega gaman. Ég á yndsilegan kærasta sem heitir Egill. Ég bý í Grafarvogi með mömmu, pabba og bróðir mínum. Ég lærði förðun í mood make up school árið 2012 og hélt einu sinni uppi bloggi þar sem ég bloggaði um öll mín helstu áhugamál og birti myndir sem ég tók, en ég hef mjög gaman af ljósmyndun, förðun, heilbrigðum lífstíl og ýmsu fleira. Það var virkilega skemmtilegt verkefni. Ég er hvatvís og metnaðargjörn. Finnst mjög erfitt að bíða og hef mjög gaman af lífinu. Í framtíðinni stefni ég á að prufa að flytja til útlanda í meira nám.IMG_4078Ég blanda oftast meikunum Face og Body og Pro Longwear saman en þannig fæ ég bæði þekjuna og áferðina sem ég er hrifnust af. Ég valdi að hafa Pro Longwear meikið ljósara og það passar vel á ljósa vetrarhúðina en þá set ég meira af því, en Face and Body passar betur um sumar og þá set ég meira af því. Oft þegar ég er að fara að gera eitthvað set ég á mig St. Tropez brúnkufroðuna og þá blanda ég réttan lit með þessum tveimur. Naked Skin hyljarinn er sá allra besti að mínu mati, ásamt Pro longwear hyljaranum frá M.A.C en það sem mér finnst þessi hafa framyfir eru umbúðirnar. Það er mjög auðvelt og þægilegt að bera hann á.

IMG_4099Ég nota alltaf Matta Bronze Bronzing powder frá M.A.C til að skyggja húðina en mér finnst liturinn mjög eðlilegur og fallega brúnn ásamt því að hann er alveg mattur. Ég fæ ekki nóg af kinnalitnum MARGIN en mér finnst hann endlaust fallegur, en hann gefur frískandi lit í kinnirnar. Í highlight nota ég Soft and Gentle Mineralize skinfinish en mér finnst hann æði, stundum bleyti ég hann upp með Fix+ og set hann svo á en stundum set ég hann bara beint á.IMG_4109Þessi augabrúnabrettari er minn allra allra uppáhalds, vá hvað hann gerir mikið!! Hann er mjög lítill og ég bretti augnhárin í þrennu lagi, fyrst við augnkrókinn svo í miðjunni og svo í endann. Fyrir þær sem eru með frekar bein augnhár þá mæli ég með þessum!! Áður en ég vissi um þennan þá vissi ég ekki að brettari gæti gert svona mikið! Ég hef lengi verið að leita mér að maskara og nýlega prófaði ég Lash sensational frá Maybelline og mér líkar mjög vel við hann, finnst hann lengja mjög vel án þess að klessa hárin saman. Augnskuggaduftið Hourglassbeige nota ég stundum í innri augnkrókkanna. IMG_4140Á þessari mynd sjást þær vörur sem ég nota oft Fix + með. IMG_4103Ég er svo glöð að hafa kynnst Brow gelinu frá Anastasia en það ég nota það á hverjum degi og finnst það mikið must have í förðunarrútínunni. Maður er fljótur að nota það og það er þægilegt í notkun en það skerpir betur á augabrúnunum ásamt því að greiða hárin eins og maður vill hafa þau og þau haldast þannig. Þegar ég er búin að greiða þau í gegn þá renn ég yfir með bursta nr 20 (líka frá Anastasia) með maskaragreiðunni sem er alveg hrein.IMG_4123Á þessari mynd sjást vörur sem ég nota oftast ef ég er að fara eitthvað fínna. Ég er hrifnist af brúntóna og gylltum augnskuggum. Ég er mjög hrifinn af pigmentinu Tan, en mér finnst það gera eitthvað svona extra. Augnskuggan Lustrous beige nota ég bæði sem augnskugga og highlight. IMG_4134Ég er langhrifnust af möttum varalitum og þá kemur Prep+Prime til hjálpar, en það nærir varnirnar og lætur varlitinn þurrka þær minna upp. Ef ég nota það ekki undir matta varliti á veturnar þá skrælna þær alveg upp. Liturinn er uppáhalds hversdags liturinn minn en ég er líka mjög hrifinn af glossinum frá Bourjois sem verður alveg mattur þegar hann þornar. Hann þurrkar ekki upp varirnar og áferðin er mjög þægileg, alls ekki klístruð. Liturinn Nude-ist er ekki ósvipaður varalitnum sem ég nefndi hér fyrir ofan, stundum nota ég aðra vöruna eina og sér en stundum set ég varlitinn fyrst og svo glossin yfir.

IMG_4154Á kvöldin byrjá ég alltaf á því að taka allan farða af andlitinu. Það geri ég með CAMOMILE vörunum frá Body shop, Ég er bara nýbyrjuð að nota þær en enn sem komið er þá kann ég vel við þær. Mér finnst gott að fara í sturtu á kvöldin og þá tek ég Camomile butterið með mér og strýk því yfir andlitið.
Þegar húðin er orðin alveg hrein þá nota ég Cooling Daily Lotion frá Skyn Iceland en þetta er eitt besta krem sem ég hef notað. Það kælir og það gefur svo þægilega tilfinningu. Það gefur húðinni raka og er sérhannað fyrir viðkvæma og stressaða húð. Minnkar roða og kemur jafnvægi á olíumyndun húðarinnar. Mér finnst líka umbúðirnar þægilegar en ég er hrifnust af kremum sem koma í pumpu.
Næst nota ég Artic Face Mist eða Fix+ en það er svo frískandi. Ég nota það aðalega aþví að mér finnst það svo þægilegt en svo gefur það húðinni líka raka og vítamín.
Varaskrúbburinn og varasalvinn frá Sara Happ nota ég eftir þörfum en þegar það verður mjög kalt úti þá skrælna varirnar mínar upp og á slíkum dögum hafa þessar tvær vörur hjálpað mér mikið.

 Málaru þig á hverjum degi?
Já ég myndi segja að ég máli mig eitthvað á hverjum degi, en mismikið samt eftir því hvað ég er að fara að gera.
Hvenær ertu ánægðust með útlitið?
Ég held að ég sé ánægðust þegar ég borða hollan mat og hreyfi mig og fæ nægan svefn. Þá líður manni svo vel í sálinni sem endurspeglast í hvernig manni líður með sjálfan sig, svo finnst mér mjög gaman að gera mig til ef tilefni er til.
Hvaða hluta andlitsins reyniru að draga fram hvað legguru áherslu á í förðuninni?
Ég legg mikla áherslu á að húðin sé falleg og ljómandi. Mér finnst líka gaman að gera varirnar áberandi með fallegum litríkum varalit eða gerviaugnhárum.

Hægt er að fylgja Heiðdísi á Instagram HÉR.

3 thoughts on “HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; Heiðdís Lóa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s