⭐ VALA MÆLIR MEÐ ⭐ – TÓNLIST

Ætli það séu ekki um það bil þrjú ár síðan ég varð ástfangin af lagi sem heitir Tilted og er flutt af Christine and the Queens. Seinna komst ég að því að hún væri búin að gefa út plötu en spotify vildi ómögulega leyfa mér að hlusta á hana, ÞANGAÐ TIL ég fór til London í vor og mundi eftir plötunni. Þá var ég ekki lengi að hendast til og ná henni inn á spotify hjá mér og þannig byrjaði það ástarsamband. Mér finnst platan æðisleg – öll lögin góð. Ég mæli með að kíkja á Christine and the Queens í sumar, verða ástfangin og reyna svo að koma á tónleika með mér í haust.. það er draumur minn akkurat núna, að sjá hana live. 

Ég ætla að setja með tvö vídjó – af Tilted live performance hjá Graham Norton (annað uppáhald) og svo af nýjasta laginu hennar Girlfriend sem kom út núna á síðustu vikum. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst! 

 

 

🌴LÍFIÐ Á INSTAGRAM🌴

Þar sem að ég hef verið í burtu í langan tíma langaði mig að deila með ykkur nokkrum góðum frá Instagram aðgangi mínum – hér koma bæði myndir af síðunni minni og insta-story. Ég elska Instagram – taka myndir, vinna myndir og deila myndum. Endilega kíkið á og fylgið mér þar – @valafanney.

⭐️ VALA MÆLIR MEÐ ⭐️ – HLAÐVÖRP

Vala mælir með var liður sem ég hélt mikið uppá þegar síðan var í fullu fjöri og langar mig að endurvekja hann. Má segja að þetta séu stuttar “uppáhalds” færslur; umfjöllun um hluti sem ég er að nota, horfa á eða borða (hvað sem er!), sem mig langar að deila með ykkur í fáum orðum!

Í dag langaði mig að deila með ykkur tveimur hlaðvörpum sem ég hef verið að hlusta á undanfarið. Ég hef áður skrifað um hlaðvörp sem mér þykir skemmtileg en mér finnst mjög gott að hlusta á þau í stað tónlistar þegar ég er að dunda mér eitthvað heima – taka til, vaska upp og svo framvegis…

 

🍒CHERRY🍒

Pantaði þessa voða krúttlegu eyrnalokka á ASOS um daginn. Ég geng oftast um með silfur eða stál skart, eins og þið kannski sjáið á myndinni hérna fyrir ofan, en ég er tilbúin að gera undantekningu fyrir þessa af því þeir eru svo sætir! Þeir kostuðu alls ekki mikið – ég set link hér ef þið viljið kíkja á þá og kannski eignast ykkar eigið par.