NÝTT Á BÓKAHILLUNNI

Ég elska bækur og hér eru nokkrar sem ég keypti mér síðast þegar ég var stödd í London. Þegar þessi færsla fer í loftið verð ég líka stödd í London og hver veit – kannski búin að rata inní bókabúð.. Þessar fann ég nú samt eiginlega allar á flugvellinum þegar mér leiddist og beið eftir fluginu mínu heim. En mér fannst kápurnar fallegar og litli textinn aftan á þeim greip mig – já ég er s.s. ekki byrjuð að lesa neina þeirra, en það kemur! 

DO YOU READ BOOKS???

TAKK OG BLESS
xx

NÝR PLÖNTU VINUR

Eignaðist nýjan plöntu vin um daginn, verður spennandi að sjá hvort ég nái að halda honum á lífi – vonum það besta! Ég þurfti að bjarga einni hérna hjá mér um daginn og skrapp í Blómaval til þess að kaupa mold, þessi fékk svo að koma með heim líka. Ég vona að hin lifi af, það gekk allavega allt vel og hún lítur mun betur út! Ég læt ykkur vita hvernig gengur. 

Njótið dagsins!
xx