NOTA NÚNA

Ef þið hafið verið að fylgjast með mér í einhvern tíma núna hafið þið kannski tekið eftir því að ég er ekkert rosalega mikið fyrir svona “uppáhalds” færslur eða vídjó – en mér finnst samt alltaf gaman að deila með ykkur því sem er í uppáhaldi svo hér koma nokkrar vörur sem ég er alveg ÆST í um þessar mundir.

Mellow Blush “Peach” – ég dregst alltaf að svona ferskjubleikum tónum þegar kemur að kinnalitum. Mér finnst þeir ganga á flestum og lífga fallega uppá andlitið án þess að vera of mikið. Þessi frá Mellow er litsterkur og nánast mattur – mjög fallegur og sumarlegur litur! HÉR

Lash Sensational – ég fæ reglulega spurningar um hvaða maskara ég nota og er þessi alltaf í uppáhaldi. Hann þykkir og lengir augnhárin vel og molnar ekki. Ég nota alltaf vatnshelda formúlu í möskurum því það heldur krullunni í augnhárunum mínum vel. Mæli með að kíkja á þennan þegar ykkur vantar nýjan maskara næst! 

Mellow Brow Definer “Caramel” – þessi augabrúnasnillllddddd! Jesús ég hef aldrei orðið svona sjúk í augabrúnavöru áður en þessi er bara svo auðveld í notkun, liturinn er góður og endist vel í brúnunum. LOVE IT.  HÉR

Instaglow – þessa vöru hef ég verið að nota bæði sem primer undir farða og á hæstu svæðin yfir farða sem highlight. Mjög náttúrulegur og fallegur ljómi.

Fresh Nude Foundation – ef ég gæti gifst farða yrði þessi eflasut fyrir valinu. Hann er léttur á húðinni og þornar í fallegri áferð, ég nota hann nánast daglega og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Hægt er að byggja hann upp ef maður vill meiri þekju og gefur mjög góðan raka.

NÝTT Á BÓKAHILLUNNI

Ég elska bækur og hér eru nokkrar sem ég keypti mér síðast þegar ég var stödd í London. Þegar þessi færsla fer í loftið verð ég líka stödd í London og hver veit – kannski búin að rata inní bókabúð.. Þessar fann ég nú samt eiginlega allar á flugvellinum þegar mér leiddist og beið eftir fluginu mínu heim. En mér fannst kápurnar fallegar og litli textinn aftan á þeim greip mig – já ég er s.s. ekki byrjuð að lesa neina þeirra, en það kemur! 

DO YOU READ BOOKS???

TAKK OG BLESS
xx

UPPÁHALDS MILANI VÖRUR

Í dag langar mig að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum frá merkinu Milani sem fæst inná Haustfjörð.is. Það er gott að taka það fram að flestar vörurnar í þessari færslu fékk ég að gjöf  EN ég nota þær allar mjög mikið og ef þið fylgist með mér á öðrum samfélagsmiðlum (“valafanney” allsstaðar) hefur það eflaust ekki farið framhjá ykkur. Ég fékk Bergdísi vinkonu mína til þess að hjálpa mér við að taka myndir fyrir þessa færslu og ég er svooo sjúklega ánægð með þær! Svo gott og gaman þegar maður leggur aðeins meiri vinnu í svona færslur – vonandi hafið þið gaman af! 
Ég ætla fara yfir þetta í þeirri röð sem ég myndi nota vörurnar og byrja þar af leiðandi á grunninum.Ég elska ljómandi og fallega húð svo ég var mjög spennt þegar ég fékk Prime Light í hendurnar. Prime Light varan er ljómandi primer sem hægt er að nota yfir allt andlitið áður en maður setur farða, blanda útí farðann sjálfan eða nota sem highligter yfir farðann. Hann gefur fallega ljómandi áferð án þess að ýta undir olíuframleiðslu yfir daginn þar sem hann er olíulaus – bjútífúl!

Ef þið fylgist vel með hafið þið sko bókað séð Conceal + Perfect farðann hjá mér áður en ég hef átt hann í svolítinn tíma og líkar mjög vel við! Hann er einstaklega þekjandi svo ég nota hann mest þegar ég er að fara eitthvað fínt eða út að skemmta mér AKA þegar ég er mikið máluð. En það gæti líka verið af því að þó hann sé í næst-ljósasta litnum er hann í dekkri kantinum og hentar vel þegar ég er með brúnkukrem, sem ég er yfirleitt með á mér þegar ég er að fara út á lífið. Ef þið eruð að leita af þekjandi farða sem þornar í semi-mattri áferð er þessi algjörlega málið – mæla mega mikið með! Hann var líka að koma í tóni ljósari, 00, sem ég er mjög spennt fyrir, hann mun eflaust ganga betur “hversdags”.
Hér höfum við tvær vörur, sem á mynd virðast voða svipaðar, sem ég nota mikið. Í minni umbúðunum er kinnalitur litnum Bellissimo Bronze – fallegur hlýr “ferskjubornze” litur. Ég er mjög hrifin af ferskju lituðum kinnalitum og þessi frískar einstaklega vel uppá líflausa Völu. Það er sansering í honum en alls ekki of mikið, bara nægilega mikið svo maður ljómi vel! Kinnalitirnir koma í mörgum litum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í stærri umbúðunum er sólarpúður í litnum Glow. Það er svipuð áferð á því og af kinnalitunum, svolítil sansering en alls ekki ofmikið. Ég nota það á ennið, kinnarnar og aðeins á nefið fyrir heilbrigðan ljóma og lit. Það er alls ekki of mikill litur af því svo ég nota það mikið dagsdaglega eitt og sér, en finnst það líka gott þegar ég er að fara eitthvað fínna en þá nota ég líka mattan skyggingarlit með til þess að skyggja andlitið.
Hér höfum við svo highlighter í litnum Afterglow – þessi er alveg MEGA! Mér finnst hann frekar pigmentaður en hægt að hafa stjórn á honum svo ég nota hann mikið hversdags. Hann er í fullkomnum lit fyrir mig og mína ljósu húð, ljómandi en ekki glimmeraður og gerir mig bara frísklega í framan. Sjáiði líka bara myndirnar hérna fyrir neðan, hann er svoo fallegur!
Jæja, þá er þetta komið í bili – þetta voru vörurnar sem ég nota mest frá Milani. Reyndar eru möttu liquid varalitirnir frá þeim einnig í miklu uppáhaldi en ég fer kannski yfir þá seinna. Hér fyrir neðan sjáið þið vörurnar þegar þær eru allar komnar á andlitið, svo ljómandi og sæt (hehe)!

TAKK FYRIR AÐ LESA, NJÓTIÐ DAGSINS!
XX