💕HEIMILIÐ MITT💕

Ég nefndi það í síðustu færslu að hefði flutt að heiman, út frá mömmu og væri nú að láta reyna á að vera fullorðin. Það hefur verið jafn gaman og það hefur verið erfitt. Það sem mér hefur fundist skemmtilegast er að hafa frelsi til þess að hanna og búa til mitt eigið rými, fylla það af hlutum sem mér sjálfri þykja fallegir og gleðja mig. Erfiðin hafa ekki verið neitt rosalega erfið og dramatísk, ætli það sé ekki bara ákveðinn lærdómur sem fylgir því að flytja að heiman og upplifa ýmislegt í fyrsta skipti.

Ég bý í 25 fermetrum, sem mörgum finnst eflaust pínu lítið, EN það er sko alveg nægilega stórt fyrir mig – þar komast fyrir allir hlutirnir mínir og tilfinningar. Mér líður vel og öruggri heima hjá mér og það er það sem skiptir mig mestu máli. Plássið mitt er ekki fullkomið ennþá en er allt á réttri leið…

👻HALLÓ AFTUR👻

HALLÓÓÓ VINIR!! Langaði bara að heilsa uppá ykkur áður en ég færi að setja inn færslur á nýjan leik. Ég er búin að sakna ykkar mikið og hefur margt gerst síðan að síðasta færsla fór hingað inn… Ég til dæmis flutti að heiman síðasta haust – núna bý ég ein í lítilli og sætri “íbúð” (hún er 25 fermetrar svo ég veit ekki hvort það geti kallast íbúð?) og hefur það verið skemmtileg áksorun. Ég er búin að læra allskonar nýtt en líka staðfest nokkrar hugmyndir sem ég hafði um sjálfa mig – ég til dæmis sökka í að vera fullorðin… Mér finnst mjög leiðinlegt að fara í búðina og reyni að komast hjá því sem oftast..  þar af leiðandi á ég aldrei mat svo að núðlur hafa orðið sérstakur flokkur í mínu mataræði. Gengur vel – svona án djóks, þá gengur þetta allt bara vel.

Einnig byrjaði ég í nýju námi í vetur, einhverjir muna kannski eftir því að ég var að læra ensku við Háskóla Íslands – núna er ég búin að breyta og komin í bókmenntafræði. Mér finnst það rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvað ég nenni að leggja mun meiri metnað í það nám heldur en enskuna, ég er greinilega á réttum stað þar – allavega í bili… hver veit hverju ég tek uppá síðar!

Ég hugsa að áherslurnar munu haldast svipaðar, ég ætla að deila með ykkur öllu því sem mér finnst skemmtilegt og kúl. Áhugi minn á förðun og snyrtivörum hefur ekki minnkað svo ég mun eflaust fjalla mikið um það. Ég hlakka til að sjá hvað gerist í þetta skiptið – ég er allavega að fara inní þetta núna með öðruvísi hugarfari og er spennt!

Hér er ég spennt!! 

LONDON DIARY

Langaði að deila með ykkur myndum frá London ferð okkar.
Við gerðum lítið annað en að drekka bjór, versla og hafa gaman!
Ég vloggaði og gerði London haul líka sem ég set hér að neðan – endilega kíkið á þau.

Takk fyrir að skoða!

xx