NÝTT Í SAFNIÐ

IMG_0873

HÆ! Meira nýtt í safnið, það er gaman en hvað ætli sé að mér, afhverju kann ég ekki að spara??? Ef þið eruð með tips um að spara megið þið senda á mig, lol!

En allavega, ég pantaði sem sagt frá Haustfjörð.is. Ég sá nefnilega á snappi síðunnar að það væru komnar nýjar vörur og ég var ekki lengi að tryggja mér eintök af þessum vinsælu vörum. Ég hlakka til að sýna ykkur vörur betur fljótlega!

En ég pantaði mér þessar þrjár vörur :: 
Matte Me Lip Cream frá Sleek í litnum “Birthday Suit” – hér.
Amore Matte Lip Créme frá Milani í litnum “Adore” – hér.
Baked Blush frá Milani í litnum “05 Luminoso” – hér.

Njótið dagsins!
XX

EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // YOUTUBE // FACEBOOK // SNAPCHAT :: VFMAKEUP

HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU – DAGBJÖRT

Jeij ný færlsa, í dag fáum við að kíkja í snyrtibudduna hennar Dagbjartar. Ég var mjög ánægð þegar hún samþykkti að vera í þessari færslu því ég var sjálf svo forvitin um hvaða vörur hún notar. Hún er nefnilega alltaf svo ferskleg og fín – vonandi finnst ykkur eins gaman og mér að sjá hvað leynist í snyrtibuddum annarra!

Dagbjört skrifar :: 

IMG_0611Ég heiti Dagbjört og er 21 árs hjúkrunarfræðinemi á fyrsta ári. Ég hef mikinn áhuga á snyrtivörum og hef verið að pæla meira hvað ég sé að setja á húðina. Hægt og rólega er ég að reyna að skipa yfir í umhverfisvænar vörur án eiturefna.
IMG_0539Ég nota “Un” Cover-Up andlitsfarðann frá RMS beauty með Buffing Brush frá Real techniques. Farðinn þekur vel en það er best að vinna úr honum ef maður er búinn að setja gott dagkrem áður. Síðan nota ég True Match hyljarann frá L´Oreal undir augun og á bólur eða roða. Ég nota Colorstay púðrið frá Revlon til á þau svæði sem helst verða olíukennd yfir daginn.IMG_0566Til að gefa húðinni smá lit nota ég Buriti Bronzer frá RMS beauty og síðan Lip2Cheek frá sama merki í litnum Diablique með Stippling Burush frá Real Techniques. Til að gefa húðinni smá ljóma set ég örlítið af Mary-Lou Manizer efst á kinnbeinin.IMG_0555IMG_0548Augabrúnirnar móta ég með Anastasia Brow Wiz í litnum medium brown og set síðan Gimmebrow frá Benefit í light/medium svo þær haldist á sínum stað. Yfirleitt set ég bara á mig maskara dagsdaglega og nú er ég að prófa Shocking maskarann frá YSL en það kemur fyrir að ég setji augnskugga á mig ef ég vil vera aðeins fínni og er þessi frá Benecos og heitir So What?
IMG_0594IMG_0561Á varirnar nota ég síðan varasalvann Rêve de Miel sem gerir varirnar mjúkar og ef ég vil vera aðeins fínni set ég á mig Lip2Cheek frá RMS beauty í Diablique.IMG_0494

 Ef þið viljið fylgjast með Dagbjörtu er það hægt hér!

Njótið dagsins!
XX

EKKI GLEYMA 
INSTAGRAM//YOUTUBE//FACEBOOK//SNAPCHAT :: VFMAKEUP

LAXEROLÍA, NÝTT Í RÚTÍNUNA?

Heyrði frá Salóme (sem skrifaði færslu HÉR), og googlaði svo og fann margt um, að laxerolía ætti að vera góð fyrir hárvöxt, ég ætla prófa að nota hana á augnhár og augabrúnir..
Hafið þið prófað að nota laxerolíu, og sáuð þið mun?
Svolítið skrítið – læt vita hvernig gengur!
IMG_8720Njótið dagsins!
XX
Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; SALÓME ÓSK

JÆja þá er komið að annarri færslu í “heimsókn í snyrtibuddu” liðnum. að þessu sinni ætlar Salóme að sýna okkur hvaða vörur hún notar daglega.
Njótið vel! 
Salóme skrifar ::
IMG_8342
 Ég heiti Salóme Ósk og er 22 ára förðunarfræðingur, ég lærði í Aofm í London í byrjun 2014 og hef verið að starfa sem freelance förðunarfræðingur síðan ásamt því sem ég hef unnið í Ísbirninum og Body Shop. Ég hef mikinn áhuga á allskonar förðun, tísku og tónlist. Ég stefni á Hársnyrtiskólann í Tækniskólanum í haust, eitthvað mjög nýtt fyrir mig en ég er samt sem áður mjög spennt.
Base :: 
IMG_8367
Go­ to meikið mitt hefur verið Loréal Lumi Magique í ár núna, ég er komin á flösku númer tvö enda snilldar meik. Miðlungs þekja en það sem ég elska við það er hversu mikinn ljóma það gefur. Ég er með þurra húð þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða olíukennd yfir daginn, frekar pæli ég í því að húðin virðist ekki of flöt. Felarinn, Wake me up frá Rimmel, er líka búinn að vera í uppáhaldi í meira en ár og gefur líka mjög frískandi ljóma.
Með allan þennan ljóma þá vil ég púðra einstök svæði svo förðunin haldist yfir daginn. Í það nota ég Mac Mineralized skinfinish natural, ótrúlega fíngert og létt púður sem er samt með miðlungs þekju. Ég nota það mikið undir augun svo felarinn setjist ekki í fínar línur, sama hvað þú setur mikið eða lítið lítur það alltaf ótrúlega náttúrulega út.
IMG_8378
Ég er tiltölulega nýlega búin að fá Face Form pallettuna frá Sleek en ég er algjörlega ástfangin. Ég nota aðalega skyggingalitinn, en bæði kinnaliturinn og highlighterinn eru ótrúlega fallegir. Og svo afþví að hafa ljóma í bæði meiki og felara er ekki nóg þá nota ég án undantekningar alltaf Mac Mineralized skinfinish í Soft And Gentle.
Ég gleymi oft að setja á mig kinnalit, en þegar ég man eftir því leita ég alltaf í Luminoso frá Milani. Hann er eitthvað svo ótrúlega náttúrulegur og enn og aftur gefur heilbrigðan ljóma (ég lofa ég lít ekki út eins og diskókúla).
Eyes//Brows ::
IMG_8386
Augabrúnirnar skipta mig ótrúlega miklu máli, aðalega vegna þess að mínar eru náttúrulega mjög fíngerðar og ósýnilegar. Til þess að móta þær og fylla inn í nota ég Maybelline Color tattoo í litnum Permanent Taupe.
Ég keypti mér bláan maskara í Body Shop fyrir svona tveimur mánuðum og ég er búin að nota hann non­stop. Hann er ekki of áberandi blár, heldur sést bara í réttu ljósi.
Lips ::
IMG_8371
Ég var rosaleg sein í þetta æði, en ég er alveg húkked á nude varalitum og varablýöntum. Til þess að fá fullkomið nude look, en samt stækka varirnar ööörlítið í leiðinni þá nota ég alltaf varablýantana frá Body Shop. Ég nota nr. 10, pink brown, yfir allar varirnar og svo nr. 02, beech, til að fara yfir útlínurnar og skyggja smá.
Uppáhalds varaliturinn minn akkurat núna er Cashmere frá Lime Crime. Hann er eiginlega brún­grár á litinn sem ég elska, svo helst hann líka endalaust á.
IMG_8395instagram.com/salomeosk
Jeij svo gaman – kannski fáum við að sjá meira af Salóme á blogginu seinna, hver veit?!
Njótið dagsins!
XX

Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

NAILZZ

Naglalakk dagsins er frá Inglot og er númer 181. Ég elska lökkin frá Inglot, þau þekja vel og endast lengi á. Skemmtilegust finnast mér þau sem eru með mikilli sanseringu en það lætur þau virðast vera með svona metallic eða málm áferð. Þessi litur, 181, er fallega rauðbrúnn eða jafnvel pínu koparlegur. Hann er kannski ekki sá sumarlegasti (en kommon það er ekkert sumar hér), en ég hugsa að hann sé mjög fallegur við sólbrúna húð.
Þetta lakk er eitt af mínum uppáhalds.IMG_7799 IMG_7795Njótið dagsins! 
XX
fylgist með á INSTAGRAM//FACEBOOK