NAKED

Hæ krakkar! Í dag langaði mig aðeins að tala um nýjustu (eða svona næstum) viðbótina í safnið mitt eða NAKED 2 augnskuggapalettuna frá UrbanDecay. Þið sem þekkið eitthvað til UD vitið kannski að þau eru pínu þekkt fyrir augnskugga paletturnar sínar, eða mér finnst þær allavega oft standa uppúr hjá þeim, en einnig eru þau með hrikalega flott úrval af augnblýöntum og aunskugga primerum sem margir ættu að kannast við.IMG_0853Þið sem hafið séð fyrsta youtube myndbandið mitt (hér), vitið að ég missti mig aðeins í Sephora og var Naked2 ein af þeim vörum sem fundu leið sína ofan í körfuna mína. Ég á fyrir upprunalegu Naked palettuna og er hún mikið notuð hjá mér, mér finnast litirnir í henni mjög fallegir og þægilegir í hvaða lúkk sem er. Mig langði að prófa aðra palettu frá UrbanDecay og ef ég á að segja alveg eins og er vildi ég óska þess að ég hefði valið einhverja aðra palletu í stað þessarar… Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að Naked(1) og Naked2 eru alveg skuggalega líkar. Litavalið í þeim er mjög svipað, mikið af frekar hlýjum litum en á sama tíma eru þeir allir örlítið kaldari í Naked2 en í þeirri fyrri – meikar það eitthvað sense? Skuggarnir eru mjög litsterkir og auðvelt að fá fram því sem maður óskar eftir. Naked 3 var of bleik fyrir minn smekk og NakedSmoky er ekki alveg það sem ég var að leita eftir (ég keypti líka annað í “staðinn” fyrir hana þegar ég kom heim, sýni ykkur það fljótlega). Annars eru þau líka með ótrúlega mikið úrval af öðrum palettum vo ég hefði kannski átt að skoða það betur.
IMG_0860 Anywho – ég hugsa nú samt að ég muni nú nota þessa palettu mikið enda litirnir alveg eftir mínu skapi, og fyrir svona makeup pervert eins og mig eru þær mjöög ólíkar! En kannski fyrir meðalmanneskjuna sem þarf ekki tvær eins en samt svo ólíkar palettur er kannski best að velja bara aðra þeirra..

Ég gerði lúkk með henni, til þess að sýna ykkur aðeins betur litina. Förðunina sýndi ég einnig inná snapchatinu mínu (vfmakeup), svo ef þið viljið fylgjast með svona behind the scenes addið mér þar! 

IMG_0650 IMG_0656Augnhár :: SocialEyes – Ravishing (hér)  /// Varir :: L.A. Girl Matte Flat LipGloss – Stunner (hér).

Njótið dagsins!
XX

EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // YOUTUBE // FACEBOOK // SNAPCHAT :: VFMAKEUP

WHITE

Nýtt hár, loksins er þetta allt að gerast! Búin að vera vinna að því að vera svona hvíthærð síðan um áramót, við eigum samt ca eitt skipti eftir því það er ennþá pínu hlýr tónn af því, sérstaklega í endunum. ég fer alltaf til þeirra á Englahár, staðsett á langarima, þær eru allar snillingar þar! En ég er rosalega ánægð og fékk mér fjólublátt sjampó til að reyna halda því fersku og halda áfram að kæla það!  GAMAN.
Á augunum er ég með mythology frá mac yfir allt augnlokið og blöndu af brun og twinks frá mac í skyggingunni. Ég notaði kinnalit 09 frá Bodyshop og Mary Loumanizer frá The balm (FÆST HÉR) á andlitið. Á vörunum er ég með Stone liner og Elude LipPaint frá l.a girl (FÆST HÉR).
IMG_8822 IMG_8915 IMG_8837 IMG_8922 IMG_8813
Njótið dagsins!
XX
Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

HEIMSÓKN Í SNYRTIBUDDU ;; SALÓME ÓSK

JÆja þá er komið að annarri færslu í “heimsókn í snyrtibuddu” liðnum. að þessu sinni ætlar Salóme að sýna okkur hvaða vörur hún notar daglega.
Njótið vel! 
Salóme skrifar ::
IMG_8342
 Ég heiti Salóme Ósk og er 22 ára förðunarfræðingur, ég lærði í Aofm í London í byrjun 2014 og hef verið að starfa sem freelance förðunarfræðingur síðan ásamt því sem ég hef unnið í Ísbirninum og Body Shop. Ég hef mikinn áhuga á allskonar förðun, tísku og tónlist. Ég stefni á Hársnyrtiskólann í Tækniskólanum í haust, eitthvað mjög nýtt fyrir mig en ég er samt sem áður mjög spennt.
Base :: 
IMG_8367
Go­ to meikið mitt hefur verið Loréal Lumi Magique í ár núna, ég er komin á flösku númer tvö enda snilldar meik. Miðlungs þekja en það sem ég elska við það er hversu mikinn ljóma það gefur. Ég er með þurra húð þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða olíukennd yfir daginn, frekar pæli ég í því að húðin virðist ekki of flöt. Felarinn, Wake me up frá Rimmel, er líka búinn að vera í uppáhaldi í meira en ár og gefur líka mjög frískandi ljóma.
Með allan þennan ljóma þá vil ég púðra einstök svæði svo förðunin haldist yfir daginn. Í það nota ég Mac Mineralized skinfinish natural, ótrúlega fíngert og létt púður sem er samt með miðlungs þekju. Ég nota það mikið undir augun svo felarinn setjist ekki í fínar línur, sama hvað þú setur mikið eða lítið lítur það alltaf ótrúlega náttúrulega út.
IMG_8378
Ég er tiltölulega nýlega búin að fá Face Form pallettuna frá Sleek en ég er algjörlega ástfangin. Ég nota aðalega skyggingalitinn, en bæði kinnaliturinn og highlighterinn eru ótrúlega fallegir. Og svo afþví að hafa ljóma í bæði meiki og felara er ekki nóg þá nota ég án undantekningar alltaf Mac Mineralized skinfinish í Soft And Gentle.
Ég gleymi oft að setja á mig kinnalit, en þegar ég man eftir því leita ég alltaf í Luminoso frá Milani. Hann er eitthvað svo ótrúlega náttúrulegur og enn og aftur gefur heilbrigðan ljóma (ég lofa ég lít ekki út eins og diskókúla).
Eyes//Brows ::
IMG_8386
Augabrúnirnar skipta mig ótrúlega miklu máli, aðalega vegna þess að mínar eru náttúrulega mjög fíngerðar og ósýnilegar. Til þess að móta þær og fylla inn í nota ég Maybelline Color tattoo í litnum Permanent Taupe.
Ég keypti mér bláan maskara í Body Shop fyrir svona tveimur mánuðum og ég er búin að nota hann non­stop. Hann er ekki of áberandi blár, heldur sést bara í réttu ljósi.
Lips ::
IMG_8371
Ég var rosaleg sein í þetta æði, en ég er alveg húkked á nude varalitum og varablýöntum. Til þess að fá fullkomið nude look, en samt stækka varirnar ööörlítið í leiðinni þá nota ég alltaf varablýantana frá Body Shop. Ég nota nr. 10, pink brown, yfir allar varirnar og svo nr. 02, beech, til að fara yfir útlínurnar og skyggja smá.
Uppáhalds varaliturinn minn akkurat núna er Cashmere frá Lime Crime. Hann er eiginlega brún­grár á litinn sem ég elska, svo helst hann líka endalaust á.
IMG_8395instagram.com/salomeosk
Jeij svo gaman – kannski fáum við að sjá meira af Salóme á blogginu seinna, hver veit?!
Njótið dagsins!
XX

Ekki gleyma INSTAGRAM // FACEBOOK

HNETU BOLTAR // PEANUT BUTTER BALLS

GÓÐAN DAG! Vonandi hafið þið haft það gott um helgina. Ég rakst á þessa uppskrift um daginn hjá einni af mínum uppáhalds bloggurum/youtube-urum (??), ViviannaDoesMakeup, og varð að prufa. Hún er frekar einföld og hrikalega góð. HÉR getið þið séð færsluna hennar. IMG_7484
Það sem þið þurfið er ::
250g Crunchy Peanut Butter (or smooth if you fancy), 100g Hazelnuts, 300g Medjool Dates, 2 TBSP Coconut Oil, 2 TBSP Honey, 6 TBSP Raw Cacao Powder, a pinch of salt.”
250 gr Hnetusmjör að eigin vali.
100 gr Heslinetur
300 gr Döðlur
2 msk Kókosolía
2 msk Hunang
6 msk Kakó
Smá salt
Skellið öllu saman í matvinnsluvél eða gerið eins og ég og farið með töfrasprotan í þetta. Gerið kúlur og geymið í ískápnum, ég rúllaði nokkrum hjá mér uppúr kókosmjöli það er NICE. Fullkomið þegar sætindaþörfin kikkar inn!
IMG_7491Njótið dagsins!
XX
Ekki gleyma að fylgjast með á INSTAGRAM//FACEBOOK

NEW IN – LIP GLOSS EDITION

Pantaði mér nokkra glossa af Fotia.is og langaði að deila þeim með ykkur. Ég hef nokkrum sinnum áður pantað frá þeim og alltaf verið mjög ánægð. Ég á nú þegar tvö L.A. Girl LipPaint og finnst þeir snilld, en þeir eru bæði frekar litríkir svo mig langaði í aðeins hlutlausari tóna. Síðan eru L.A. Girl Matte glossin nýleg og þurfti ég auðvitað að prufa svoleiðis líka!
Ordered some new lip shades from L.A. Girl. Wanted some more neautral shades since I already have a couple of colourful ones.
IMG_7215Matte Lip Gloss :: BackStage   LipPaint :: Elude // Flirt
IMG_7205Matte Flat Finish Lip Gloss – Backstage
Ég valdi mér að taka þessa týpu í svona dimmrauðum tón og verð bara að segja að ég er mjög ánægð með hann. hann þornar á vörunum en er reyndar pínu klístraður (samt ekki á slæman hátt) yfir daginn. Það að hann sé klístraður gerir það að verkum að mér finnst hann ekki þurrka varirnar sem er SNILLD. Þessi ákveðni litur er kannski aðeins gegnsær og þurfti ég að setja tvær umferðir. Passið samt að bera hann á alveg þurrar varir annars getur hann orðið pínu skrítinn.
I decided to get this one in a pretty dark red shade and have to say that i’m very happy about it. He dries on the lips but stays a little tacky trough out the day. The fact that it stays a bit tacky means it doesn’t dry out the lips, or I don’t feel that it does.. This particular shade is a little see through so I applied two coats. Just make sure you but it on dry lips so it doesn’t cake up.
IMG_7142
Glazed LipPaint – Elude
Þessi er í sömu týpu og ég hef prufað áður og finnst þeir geggjaðir. Þeir eru mjög litsterkir, rakagefandi og alls ekki klístraðir. Það er piparmintu bragð af þeim og finnst mér þeir “plumpa” varirnar aðeins. Þessi litur er alveg fullkominn nude, með smá svona ferskju undirtón. LOVIT.
This formula I’ve tried before and I love them! They are very pigmented, moisturizing and not at all sticky. They have peppermint flavour wich I like and I feel like they plump the lips a little bit. This shade is the perfect nude with a hint of a peach undertone. Lovit.IMG_7162Glazed LipPaint – Flirt
Þessi er síðan eins og sá síðasti nema fallega bleikur. Alls ekki litur sem ég er líkleg til að vera mikið með, viðurkenni að ég hélt að hann væri aðeins hlutlausari, en hann er mjög fallegur. Finnst hann lífga mikið uppá andlitið. Hver veit, kannski er þetta næsti uppáhalds?
This is a very pretty pink shade, I don’t usually wear a lot of pink but I think this one livens up the face nicely. Maybe a new favorite?