👻HALLÓ AFTUR👻

HALLÓÓÓ VINIR!! Langaði bara að heilsa uppá ykkur áður en ég færi að setja inn færslur á nýjan leik. Ég er búin að sakna ykkar mikið og hefur margt gerst síðan að síðasta færsla fór hingað inn… Ég til dæmis flutti að heiman síðasta haust – núna bý ég ein í lítilli og sætri “íbúð” (hún er 25 fermetrar svo ég veit ekki hvort það geti kallast íbúð?) og hefur það verið skemmtileg áksorun. Ég er búin að læra allskonar nýtt en líka staðfest nokkrar hugmyndir sem ég hafði um sjálfa mig – ég til dæmis sökka í að vera fullorðin… Mér finnst mjög leiðinlegt að fara í búðina og reyni að komast hjá því sem oftast..  þar af leiðandi á ég aldrei mat svo að núðlur hafa orðið sérstakur flokkur í mínu mataræði. Gengur vel – svona án djóks, þá gengur þetta allt bara vel.

Einnig byrjaði ég í nýju námi í vetur, einhverjir muna kannski eftir því að ég var að læra ensku við Háskóla Íslands – núna er ég búin að breyta og komin í bókmenntafræði. Mér finnst það rosalega skemmtilegt og gaman að sjá hvað ég nenni að leggja mun meiri metnað í það nám heldur en enskuna, ég er greinilega á réttum stað þar – allavega í bili… hver veit hverju ég tek uppá síðar!

Ég hugsa að áherslurnar munu haldast svipaðar, ég ætla að deila með ykkur öllu því sem mér finnst skemmtilegt og kúl. Áhugi minn á förðun og snyrtivörum hefur ekki minnkað svo ég mun eflaust fjalla mikið um það. Ég hlakka til að sjá hvað gerist í þetta skiptið – ég er allavega að fara inní þetta núna með öðruvísi hugarfari og er spennt!

Hér er ég spennt!! 

LONDON DIARY

Langaði að deila með ykkur myndum frá London ferð okkar.
Við gerðum lítið annað en að drekka bjór, versla og hafa gaman!
Ég vloggaði og gerði London haul líka sem ég set hér að neðan – endilega kíkið á þau.

Takk fyrir að skoða!

xx

 

 

NOTA NÚNA

Ef þið hafið verið að fylgjast með mér í einhvern tíma núna hafið þið kannski tekið eftir því að ég er ekkert rosalega mikið fyrir svona “uppáhalds” færslur eða vídjó – en mér finnst samt alltaf gaman að deila með ykkur því sem er í uppáhaldi svo hér koma nokkrar vörur sem ég er alveg ÆST í um þessar mundir.

Mellow Blush “Peach” – ég dregst alltaf að svona ferskjubleikum tónum þegar kemur að kinnalitum. Mér finnst þeir ganga á flestum og lífga fallega uppá andlitið án þess að vera of mikið. Þessi frá Mellow er litsterkur og nánast mattur – mjög fallegur og sumarlegur litur! HÉR

Lash Sensational – ég fæ reglulega spurningar um hvaða maskara ég nota og er þessi alltaf í uppáhaldi. Hann þykkir og lengir augnhárin vel og molnar ekki. Ég nota alltaf vatnshelda formúlu í möskurum því það heldur krullunni í augnhárunum mínum vel. Mæli með að kíkja á þennan þegar ykkur vantar nýjan maskara næst! 

Mellow Brow Definer “Caramel” – þessi augabrúnasnillllddddd! Jesús ég hef aldrei orðið svona sjúk í augabrúnavöru áður en þessi er bara svo auðveld í notkun, liturinn er góður og endist vel í brúnunum. LOVE IT.  HÉR

Instaglow – þessa vöru hef ég verið að nota bæði sem primer undir farða og á hæstu svæðin yfir farða sem highlight. Mjög náttúrulegur og fallegur ljómi.

Fresh Nude Foundation – ef ég gæti gifst farða yrði þessi eflasut fyrir valinu. Hann er léttur á húðinni og þornar í fallegri áferð, ég nota hann nánast daglega og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Hægt er að byggja hann upp ef maður vill meiri þekju og gefur mjög góðan raka.

NÝTT Á BÓKAHILLUNNI

Ég elska bækur og hér eru nokkrar sem ég keypti mér síðast þegar ég var stödd í London. Þegar þessi færsla fer í loftið verð ég líka stödd í London og hver veit – kannski búin að rata inní bókabúð.. Þessar fann ég nú samt eiginlega allar á flugvellinum þegar mér leiddist og beið eftir fluginu mínu heim. En mér fannst kápurnar fallegar og litli textinn aftan á þeim greip mig – já ég er s.s. ekki byrjuð að lesa neina þeirra, en það kemur! 

DO YOU READ BOOKS???

TAKK OG BLESS
xx

“NÝTT” Í SAFNIÐ – FOTIA

Athugið – vöurnar sem birtast í færslunni fékk ég að gjöf.

Þessi færsla er búin að sitja hér í drafts hjá mér í svolítinn tíma svo þetta er ekki GLÆNÝTT í safnið en nýlegt samt sem áður svo að mig langaði að deila með ykkur! 
Ég var mjög spennt þegar ég sá þennan leynast í pakkanum en það eru aaaallir að tala um þennan farða! Farðinn er frekar þekjandi en mér finnst hann samt alls ekki alltof mikið – ef það meikar sense.. ? Hann þornar með fallegri ljóma áferð og endist vel á húðinni. Liturinn sem ég fékk er svolítið dökkur svo ég gríp í hann þegar ég hef notað brúnkukrem eða blanda þessum hvíta farða útí en hann lýsir upp farðann án þess að breyta undirtóni farðans eða áferð.
Ó þessi lökk – svo krúttleg og sæt! Little Ondine er mjög skemmtilegt og ferkst merki en þau búa til naglalökk án eiturefna. Formúlan er góð og þekjandi, mælst er með því að fara tvær umferðir af lakkinu á hreinar neglur og leyfa að þorna alveg áður en þær komast í snertingu við vatn. Ég hef notað lökkin nokkrum sinnum síðan ég eignaðist þau og finnst þau mega næs! Það besta er að maður getur kroppað þau af og það er ekkert vesen, þau flagna bara af – svo næs.
Það næsta sem leyndist í pakkanum var þetta fallega glimmer, Afternoon Delight, frá Lit Cosmetics. Rosalega fallegt og gaman að vera með það! 

TAKK & BLESS
xx