NAKED

Hæ krakkar! Í dag langaði mig aðeins að tala um nýjustu (eða svona næstum) viðbótina í safnið mitt eða NAKED 2 augnskuggapalettuna frá UrbanDecay. Þið sem þekkið eitthvað til UD vitið kannski að þau eru pínu þekkt fyrir augnskugga paletturnar sínar, eða mér finnst þær allavega oft standa uppúr hjá þeim, en einnig eru þau með hrikalega flott úrval af augnblýöntum og aunskugga primerum sem margir ættu að kannast við.IMG_0853Þið sem hafið séð fyrsta youtube myndbandið mitt (hér), vitið að ég missti mig aðeins í Sephora og var Naked2 ein af þeim vörum sem fundu leið sína ofan í körfuna mína. Ég á fyrir upprunalegu Naked palettuna og er hún mikið notuð hjá mér, mér finnast litirnir í henni mjög fallegir og þægilegir í hvaða lúkk sem er. Mig langði að prófa aðra palettu frá UrbanDecay og ef ég á að segja alveg eins og er vildi ég óska þess að ég hefði valið einhverja aðra palletu í stað þessarar… Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að Naked(1) og Naked2 eru alveg skuggalega líkar. Litavalið í þeim er mjög svipað, mikið af frekar hlýjum litum en á sama tíma eru þeir allir örlítið kaldari í Naked2 en í þeirri fyrri – meikar það eitthvað sense? Skuggarnir eru mjög litsterkir og auðvelt að fá fram því sem maður óskar eftir. Naked 3 var of bleik fyrir minn smekk og NakedSmoky er ekki alveg það sem ég var að leita eftir (ég keypti líka annað í “staðinn” fyrir hana þegar ég kom heim, sýni ykkur það fljótlega). Annars eru þau líka með ótrúlega mikið úrval af öðrum palettum vo ég hefði kannski átt að skoða það betur.
IMG_0860 Anywho – ég hugsa nú samt að ég muni nú nota þessa palettu mikið enda litirnir alveg eftir mínu skapi, og fyrir svona makeup pervert eins og mig eru þær mjöög ólíkar! En kannski fyrir meðalmanneskjuna sem þarf ekki tvær eins en samt svo ólíkar palettur er kannski best að velja bara aðra þeirra..

Ég gerði lúkk með henni, til þess að sýna ykkur aðeins betur litina. Förðunina sýndi ég einnig inná snapchatinu mínu (vfmakeup), svo ef þið viljið fylgjast með svona behind the scenes addið mér þar! 

IMG_0650 IMG_0656Augnhár :: SocialEyes – Ravishing (hér)  /// Varir :: L.A. Girl Matte Flat LipGloss – Stunner (hér).

Njótið dagsins!
XX

EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // YOUTUBE // FACEBOOK // SNAPCHAT :: VFMAKEUP

I’M BACK!

IMG_0487IMG_0477IMG_0484IMG_0464IMG_0476
HÆHÆHÆ!! Ég er komin aftur, woohoo! Þið sem vissuð það ekki er ég búin að vera í fríi 
síðustu 10 daga á siglingu um Miðjarðarhafið, það var einum of næs, en nú er ég 
komin aftur og tilbúin í slaginn! Í gær þann 17. sept átti ég afmæli og í tilefni þess 
fór ég í skvísingu (klipp og lit). ÉG ER AÐ ELSKA Á MÉR HÁRIÐ. 
Sorry en ég er með það á heilanum (literally)..
En já þið megið eiga von á skemmtilegum færslum á næstunni frá mér, bæði 
bjútí og svo langar mig líka að sýna ykkur myndir frá fríinu mínu, jibbí!
En ok sjáumst fljótt aftur -
Njótið dagsins!
xx

EKKI GLEYMA
INSTAGRAM // FACEBOOK // SNAPCHAT :: VFMAKEUP

PURPLE LIPS

 Gaman er að dressa upp einfalt lúkk með skemmtilegum varalit.
Ég elska fjólubláa og þetta eru nokkrir af þeim sem leynast í mínu safni.
– XX –
IMG_1311Up The Amp – MAC
Skemmtilega bjartur og glaðlegur litur – minn uppáhalds! Mjúkur á vörunum og skemmtilegur hversdags og spari.

IMG_1256

#240 – THE BODY SHOP
Þessi er aðeins bleikari en allir hinir, en hann er flottur með dökkum blýant undir eða í svona “ombre” tilraunastarfsemi. Virkar líka vel hversdags!
IMG_1283#175 – INGLOT
Þessi er svolítið mikið dekkri en hinir tveir en gefur virkilega skemmtilegan blæ á heildar lúkkið. Þessi er með gljáa og er frekar mjúkur og þægilegur á vörunum.
IMG_1298SoulfullyRich – MAC
Þessi fjólublái er sá dekksti sem ég á. Hann er nánast alveg mattur og finnst mér hann pínu durrkandi á vörunum, gott er að skrúbba og setja varasalva áður. Einnig getur hann orðið svolítið flekkóttur en þá er auðvitað betra að vera með blýant undir!